Gunnar Arason og Herborg Geirsdóttir íshokkífólk ársins á Íslandi

Stjórn Íshokkísambands Íslands hefur valið þau Gunnar Arason og Herborgu Rut Geirsdóttur íshokkífólk ársins á Íslandi. Bæði tvö áttu frábært tímabil fyrir Skautafélag Akureyrar á síðasta tímabili og svo haldið áfram með liðum í Svíþjóð á þessu tímabili. Skautafélag Akureyrar óskar þeim báðum innilega til hamingju með nafnbótina og stórkostlega frammistöðu á árinu.

Áramótamótið 2023

Hið árlega áramótamót Krulludeildar verður haldið laugardaginn 30. desember.

Gleðileg Jól

Skautafélag Akureyrar óskar öllum gleðilegra jóla.

Víkingar eru Akureyrarmeistarar í krullu

Akureyrarmótinu lauk sl. mánudag

Akureyrarmót

Síðustu leikir í Akureyrarmótinu

Jólasýning Listskautadeildar 2023 - Freydís skautakona ársins

Árleg jólasýning Listskautadeildar SA var haldin á sunnudag. Deildin setti upp Hnotubrjótinn í ár. Sýningin var samin af Jana Omélinova og leikstýrt af Jana Omelinová og Varvara Voronina með aðstoð frá öðrum þjálfurum deildarinnar. Krakkarnir stóðu sig öll með mikilli prýði og tókst sýningin gríðarlega vel. Takk iðkendur og þjálfarar fyrir frábæra sýningu og takk kæru gestir fyrir komuna.

Íshokkíkona og íshokkímaður hokkídeildar 2023

Íshokkíkona og íshokkímaður hokkídeildar Skautafélags Akureyrar árið 2023 eru þau Amanda Ýr Bjarnadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna og U18 og Jakob Ernfelt Jóhannesson markmaður í meistaraflokki karla og afís þjálfari. Hokkídeildin óskar þeim báðum innilega til hamingju með titlana sem þau er vel að komin.

Undankeppni fyrir Ólympíuleikana fer fram í Reykjavík um helgina

Það er sannkölluð hokkíveisla framundan í höfuðborginni en karlalandsliðið leikur þrjá leiki í undankeppni Ólympíuleikanna á fimmtudag, föstudag og sunnudag. Mótherjar Íslands að þessu sinni eru Suður-Afríka, Búlgaría og Eistland. Þetta er frábært tækifæri fyrir hokkíunnendur að sjá landsliðið spila á heimavelli á aðventunni og því skulum við fjölmenna í höllina og hvetja okkar menn. Aðalþjálfari liðsins er Vladimir Kolek og honum til aðstoðar eru Jamie Dumont frá SA og Emil Alengard frá Fjölni. Dagskráin er eftirfarandi:

Akureyrarmót

5, umferð verður leikin í kvöld.

Skautafélag Akureyrar úthlutað úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA

KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 1. desember síðastaliðinn og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Var þetta í 90. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Úthlutað var tæplega 24,7 milljónum króna til 60 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.