Víkingar eru Akureyrarmeistarar í krullu

Víkingar Akureyrarmeistarar 2023. Frá vinstri  Gísli Kristinsson, Jón Grétar Rögnvaldsson, Sævar Sve…
Víkingar Akureyrarmeistarar 2023. Frá vinstri Gísli Kristinsson, Jón Grétar Rögnvaldsson, Sævar Sveinbjörnsson, Jónas Bjarnason

Stuðmenn og Garpar unnu sína leiki í síðustu umferðinni. Úrslit leikjanna voru hagstæð fyrir Grísina sem tóku silfrið og Stuðmenn tryggðu sér bronsið með sínum sigri. Víkingar voru búnir að leika alla sína leiki og tryggja sér titilinn. Úrslit og stöðuna í mótinu má sjá hér.