20.11.2023
Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.500 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.
16.11.2023
U18 stelpurnar okkar eru komnar heim af 4Nation.
Stelpurnar komu heim eldsnemma á þriðjudagsmorgun eftir langt ferðalag, þreyttar en sælar.
SA átti 10 fulltrúa af 19 í U18 landsliði stúlkna sem tók þátt í Fjögurra þjóða móti sem haldið var í Jaca á Spáni um s.l. helgi. Auk íslenska liðsins eru það heimamenn á Spáni, Bretar og Pólverjar sem eru þátttakendur í mótinu en þessar þjóðir gerðu með sér samkomulag um að halda mót fyrir U18 stúlkna landsliðin sín einu sinni í hverju þátttökulandi. Ísland hélt mótið árið 2021 í Laugardalnum í Reykjavík og lokaðist hringurinn núna með þessu móti á Spáni.
SA átti einnig fulltrúa í þjálfarateymi liðsins en Silvía Rán Björgvinsdóttir leikmaður mfl kvenna og þjálfari innan félagsins er önnur af aðstoðar þjálfurum liðsins.
03.11.2023
Helgina 27 - 28 október síðastliðinn hélt Skautahöllin í samstarfi við Listskautadeild Akureyrar Hrekkjavöku böll. Hrekkjavöku skautadiskóið var haldið í þriðja sinn, Uppselt hefur verið síðust ár á Hrekkjavöku skautadiskóið og færri komist sem vildu, því var ákveðið þetta árið af aðilum sem komu að böllunum að bæta við barna balli á laugardeginum. Böllin tókust mjög vel og allir virtust njóta sín.