Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar 12. september kl. 20.00

Aðalfundur foreldrafélags íshokkídeildar SA verður 12. september n.k. kl.20. Fundurinn verður haldinn í fundarherberginu í skautahöllinni. Efni: Venjulega aðalfundarstörf Hvetjum sem flesta til að mæta á fundinn þar sem verður farið yfir síðasta vetur og hvað er framundan í vetur. Einnig hvetjum við þá sem eru áhugasamir um að bjóða sig fram í stjórn foreldrafélagsins. Hlökkum til að sjá ykkur Stjórn foreldrafélags íshokkídeildar SA

Byrjendaæfingar í listhlaupi og íshokký

Byrjendaæfingar í listhlaupi og íshokký hefjast mánudaginn 27. ágúst.

Vetrarstarfið hefst í dag hjá listhlaupadeildinni/Æfingabúðum sumarsins lokið

Vetrarstarf Listhlaupadeildarinnar hefst í dag samkvæmt tímatöflu.

Skautatímabilið að hefjast - æfingar samkvæmt stundatöflu á mánudag

Æfingar hefjast samkvæmt nýju tímatöflunni mánudaginn 20. ágúst. Nýju tímatöfluna má finna hér vinstra megin í valmyndinni. Helstu breytingar eru þær að byrjendatímar verða nú sameiginlegir hjá listhlaupadeild og hokkídeild og eru alltaf á mánudögum og miðvikudögum kl 16.30. Almenningstímar hefjast svo föstudaginn 24. kl. 19.00 en þá verður skautadiskó og í framhaldi af því verður opið allar helgar frá kl. 13-16.