Haustmót Krulludeildar SA

Haustmótið byrjar í kvöld 1. okt.

Evrópuævintýri Víkinga heldur áfram – leikurinn í dag í beinni útsendingu hér

SA Víkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Tyrknesku meistaranna Zeytinburnu Belediyesport 6-1 í gær og geta því með sigri í dag tryggt sér efsta sætið í riðlinum og farseðil beint í 3. umferð Evrópukeppninnar. SA Víkingar HC Bat Yam í dag kl. 11.00 og er sýndur beint hér.

SA Víkingar með fyrsta Evrópusigurinn – næsti leikur kl. 15 í dag (Í beinni)

SA Víkingar lönduðu sögulegum sigri á sterku liði Irbis Skate frá Sofíu á þeirra heimavelli í gærkvöld. SA Víkingar unnu í vítakeppni eftir æsispennandi leik sem seint verður gleymt fyrir margar sakir. SA Víkingar mæta meistaraliði síðasta árs frá Istanbúl í Tyrkalndi, Zeytinburnu Belediyesport, í dag kl. 15.00 á íslenskum tíma og verður sýndur í beinni útsendingu hér.

SA Víkingar hefja leik í Evrópukeppninni kl 17.00 (bein útsending)

SA Víkingar hefja leik í Evrópukeppninni félagsliða í dag þegar liðið mætir Irbis Skate á heimavelli þeirra í Sofíu í Búlgaríu. Leikurinn hefst kl. 17.00 og er í beinni útsendingu hér. Liðið kom á keppnisstað í gær eftir sólahrings langt ferðalag og tók æfingu á ísnum strax við komu. Liðið lítur býsna vel út og menn merkilega hressir miðað við ferðalag og tilbúnir í átökin. Haft var eftir Jussi Sipponen þjálfara liðsins að "keppnin eru fyrst og fremst frábært skref fyrir félagið og góð reynsla fyrir leikmenn liðsins. Þetta er líka skemmtileg tilbreytni að keppa á erlendri grundu og sjá hvernig við stöndunm gagnvart sterkum félagsliðum erlendis".

SA Víkingar keppa um helgina í Meistaradeild Evrópu

SA Víkingar taka þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti í sögu félagsins og ferðast á miðvikudag til Sofíu í Búlgaríu. SA Víkingar eru í A-riðli sem fram fer í Sofiu en keppnin hefst á föstudag. Í riðli með SA eru Irbis-Skate frá Sofíu í Búlgaríu, Zeytinburnu frá Istanbul í Tyrklandi og HC Bat Yam í Tyrklandi.

Krullan að byrja

Fyrsti krullutími vetrarins verður mánudaginn 24. september

SA Víkingar Bikarmeistarar 2018

SA Víkingar tryggðu sér Bikarmeistaratitilinn 2018 á sunnudag þegar þeir lögðu SR í síðasta leik lýsisbikarsins. SA Víkingar unnu SR en töpuðu fyrir Birninum síðastliðna helgi í Reykjavík en unnu báða heimaleikina sína núna um helgina nokkuð örugglega og tryggðu sér þar með sigurinn. SA leikmennirnir Thomas Dant-Stuart, Andri Mikaelsson og Jóhann Már Leifsson voru stigahæstu leikmenn lýsisbikarsins en Kristján Árnason gerði sér lítið fyrir og skoraði 3 mörk í síðasta leiknum og Bjartur Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark í meistaraflokki. Til hamingju SA Víkingar.

Haustmót ÍSS

Haustmót ÍSS fór fram í höllinni okkar helgina 7.-9. september síðastliðin

Fréttir frá JGP - Stutta prógramminu lokið og frjálsa prógrammið framundan

Marta María hefur skautað stutta prógrammið og í dag er það frjálsa prógrammið

Fréttir af Junior Grand Prix (JGP).Marta María skautar tíunda á morgun í Kaunas

Dregið hefur verið í keppnisröð í Kaunas. Marta María skautar tíunda á morgun, eða fimmta í öðrum upphitunarflokki.