S.A. tapaði

Já gott fólk S.A. tapaði öðrum leik liðana gegn S.R. loka tölur 3-16 eða eitthvað. S.A átti ekki góðan leik eins og sést má á tölum leiksins. Maður leiksins var án efa aðaldómarinn sem dæmdi mjög vel.......guð blessi hann. Næsti leikur verður gegn birninum í reykjarvík, og vonust við eftir betri úrslitum þar . ÁFRAM S.A.!!!!

S.A. vann fyrri leik liðanna.

S.A. vann örugglega S.R. lokatölur 9-6. S.A. menn spiluðu vel og uppskáru góðan sigur. S.R. spilaði án Ingvars og Gústa danska, og verður það að segjast að liðið er ekki sjón að sjá án þeirra tveggja. Bestu menn S.A. voru allt liðið og bestu menn S.R. voru "Tékkinn" . Úlfar og Gummi súkkulaði. Næsti leikur verður á morgunn kl 10:00 og vonum við að fólk rífi sig á lappir og mæti. ÁFRAM S.A.!!!!

S.A. vs S.R.

Seinni leikur verður kl 10:00 á sunnudags morgunn

S.A. vs S.R. 2 leikir um helgina!!!

Á morgunn mun S.R. koma og spila gegn meistaraflokki. Það mikil eftirvænting meðal leikmanna S.A. að fá að spila því að þetta verður fyrsti leikur liðsins árið 2005. S.R. er búið að spila tvo leiki á þessu ári einn gegn Narfa sem S.R. vann, og svo annan gegn Birninum sem þeir töpuðu. S.A. menn stefna auðvitað á ekkert annað en gjörsigur í þessum leikjum og hvetjum við fólk til að mæta og öskra lungun og önnur iðri úr sér. Leikurinn hefst kl 17:00 og á eftir honum spilar 3 flokkur. ÁFRAM S.A.!!!!!

SR - Björninn 5-8

Í gærkvöldi áttust við í Skautahöllinni í Laugardal SR og Björninn í meistaraflokki. Björninn vann frekar auðveldan sigur á því sem að virtist áhugalítið lið SR. Björninn var líklega að spila sinn besta leik í vetur og ljóst er að félagið er til alls líklegt ef það heldur sama dampi og í gær. Nokkuð var um útafrekstra á báða bóga og gerðu bæði lið sig sek um ótrúlega klaufaleg stór og smá ásetningsbrot. Loturnar fóru (2-4)(0-2)(3-2) samtals 5-8.

Breitingar á æfingatímum næsta Sunnudag

Vegna Mfl. leikja um helgina færast æfingatímar næsta sunnudags til sem hér segir:

6. og 7. Flokkur færist til kl. 19.00

4. og 5. Flokkur færist til kl. 20.00

Skautaskóli færist til næsta þriðjudags kl. 16.00

mfl.kvenna verður á mánud. kl. 21.00 en 2.fl. æfing sunnud. og mfl. æfing mánudag falla niður.

Meistaraflokkur karla spilar við SR í höllinni hér fyrir norðan á laugardag kl.17.00 og sunnudag kl. 10.00

SR - Björninn í Íslandsmóti karla á miðvikudag

SR mætir Birninum í Íslandsmóti karla en leikurinn fer fram í Laugardalnum og hefst kl. 21:00

Narfi vs S.R.

Já blessaður Narfinn gerði ekki góða ferð suður um síðustu helgi, þeir töpuðu 8-2 enda voru Narfamenn fáliðaðir og þreyttir.

Nú vitið þið leikmenn af hverju við brýnum við notkun hálshlífar!!!

Smelltu hér til að sjá meira

1000 manns í Skautahöllina

Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Skautahöllina á Akureyri laugardaginn 22. jan en þá var fólki boðið frítt á skauta í tilefni af heilsuátakinu "Einn, tveir og nú!". Milli átta og níu hundruð manns nýttu sér þetta góða boð sem Heilsueflingarráð og Skautahöllin stóðu fyrir. Veitingar voru í boði Nýju-Kaffibrennslunnar, Bakarísins við Brúna og Kexsmiðjunnar og eiga þau hrós skilið fyrir.

Um kvöldið stóð Krulludeild svo fyrir firmakeppni krullu þar sem 13 lið kepptu og var fjöldi manns í kringum þessa keppni (sjá nánar á curling.is ).