Þetta er Draumurinn.

Hvað er að frétta af stelpunum okkar sem hafa horfið á vit hokkí ævintýranna undanfarið ? Við ætlum að reyna ná tali af þeim einni af annari á næstu vikum og komast að því hvernig gengur í hinum stóra íshokkíheimi. Herborg Rut Geirsdóttir er ein af stelpunum okkar, hún byrjaði skautaferilinn hjá okkur í SA, flutti ung að árum með fjölskyldunni til Noregs, æfði þar og í Svíþjóð, í Reykjavík, kom til okkar á heimaslóðirnar í fyrra en elti svo hokkídrauminn áfram til Svíþjóðar nú í haust.   

Heimaleikir um helgina

SA Víkingar taka á móti Fjölni í Hertz-deild karla í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag. SA Víkingar hafa byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni. Fjölnir voru taplausir í venjulegum leiktíma þangað til þeir mætu Víkingum um síðustu helgi í fjörugum leik svo það má búast við hörkuleik á laugardag. Leikurinn hefst kl. 16:45. Forsala miða er hafin á Stubb en miðaverð er 1500 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Fyllum stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs!

Árskort á alla leiki í Hertz-deildunum

Árskortin á leiki í meistaraflokkum kvenna og karla eru í sölu en hér. Gildir á heimaleiki SA í Hertz-deildum karla og kvenna tímabilið 2023/24. Kortið veitir aðgang að félagssal SA klst fyrir leik og í leikhléum þegar félagssalurinn verður klár. Kortið gildir ekki í úrslitakeppni.

Styttist í lok framkvæmda við félagsaðstöðu

Vetrarstarfið er komið á fullt hjá félaginu og Skautahöllin iðar af lífi frá morgni til kvölds. Það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum að miklar framkvæmdir hafa staðið yfir frá því síðasta vetur við nýja félags- og æfingaaðstöðu í höllinni.