Hokkíhelgi um helgina

Það er stór og skemmtileg hokkíhelgi framundan þar sem karla, kvenna og U18 liðin okkar spila öll á heimavelli. Veislan hefst strax á föstudag þegar U18 liðið okkar tekur á móti Birninum/Fjölni kl. 16:30 í Skautahöllinni á Akureyri. Á laugardag taka SA Víkingar á móti Birninum/Fjölni í Hertz-deild karla kl. 16:45 og við endum svo veisluna á fyrsta heimaleik SA kvenna kl. 19:00 á laugardag.

Stelpurnar koma heim með 6 stig

Seinni leikur SA og RVK í tvíhöfða helgarinnar var spilaður í morgun og lauk honum með sigri SA, 3-6. Þar með bættust þrjú mikilvæg stig í hús og stelpurnar koma heim í kvöld með sex stig. Þær eru alls með 7 stig og Reykjavík með 2.

SA-stúlkur með sigur í kvöld

SA stúlkur byrjuðu betur í kvöld gegn RVK í Egilshöll, enda ákveðnar í að tapa ekki öðrum leik, en þær töpuðu í vítakeppni í fyrsta leik deildarinnar fyrir nokkrum vikum. Þær sigruðu örugglega í leiknum, 2-7. Þær komust yfir strax á annarri mínútu þegar Teresa skoraði efitr stoðsendingu frá Ingu Rakel. Jónína bætti svo öðru marki við á 12. mínútu með stoðsendingu frá Sólveigu.

Aðalfundur foreldrafélags LSA

Aðalfundur foreldrafélags LSA verður haldinn miðvikudaginn 23.10 í fundarherbergi skautahallarinnar og hefst hann kl. 19.30.

Met fjöldi stúlkna á Greifamótinu

Það var líf og fjör á Barnamóti Greifans í íshokkí í Skautahöllinni nú um helgina þar sem um 150 börn tóku þátt. Aldrei hefur annar eins fjöldi stúlkna tekið þátt í barnamóti í íshokkí á Íslandi og í fyrsta sinn sem tvö kvennalið áttust við í bæði í 5. flokk og 7. flokki. Það hittist einnig svo á að allir þjálfarar liðanna sem og dómarar á leikjunum voru einnig konur. Það má því með sanni segja að mikil gróska sé í íslensku kvennaíshokkí um þessar mundir. Bjarni Helgason náði myndum af þessum sögulegu augnarblikum og verður spennandi að fylgjast með þessum upprennandi íshokkístúlkum á komandi árum.

Greifamótið í íshokkí um helgina í Skautahöllinni

Barnamót Greifans í íshokkí verður haldið hjá okkur í Skautahöllinni um helgina. Um 150 börn eru skráð til leiks og verður leikið á laugardag og sunnudag en dagskrá mótsins má sjá hér. Leikið er í fjórum flokkum, 5. 6. og 7. flokki ásamt krílaflokki. Liðsskipan SA liðanna má finna hér. Við hvetjum alla sem hafa gaman af íshokkí til að mæta í stúkuna og sjá allar litlu hokkístjörnurnar okkar.

SA Víkingar með fullt hús stiga eftir tvo í Hertz-deildinni

SA Víkingar mættu SR í annað sinn í Hertz-deild karla í gærkvöld og unnu frábæran 3-1 sigur og tylltu sér þar með á topp Hertz-deildarinnar. SA Víkingar voru fyrir leikinn með 3 stig eftir sigur á SR í fyrsta leik en SR er nú en án stiga eftir 3 leiki spilaða leiki. Jóhann Már Leifsson, Hafþór Sigrúnarson og Matthías Stefánsson skoruðu mörk Víkinga í leiknum.

SA Víkingar - SR þriðjdudag kl. 19.30

SA Víkingar mæta SR í Hertz-deildinni þriðjudaginn 8. október kl. 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA vann flottan sigur á SR í fyrsta leik sínum í deildarkeppninni og eru jafnir Birninum/Fjölni að stigum í efsta sæti deildarinnar. Sjoppan verður opin á sínum stað með kaffi og með því, aðgangseyrir 1000 kr. frítt fyrir 16 ára og yngri.