Aðalfundur Skautafélagsins - ný stjórn

Aðalfundur Skautafélagsins fór fram á fimmtudagskvöldið í Skautahöllinni. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf og svo stiklað sé á stóru yfir það sem fram kom á fundinum þá má helst nefna góða árangur deilda á árinu 2011. Margir sigrar unnust í keppnisgreinunum þremur og átti Skautafélagið flesta Íslandsmeistara og flesta landsliðsmenn allra akureyskra íþróttafélaga og fengu viðurkenningar fyrir það í hinu árlega hófi Akureyrarbæjar um áramótin.

Aðalfundur foreldrafélags LSA

Aðalfundur foreldrafélags LSA verður haldinn í skautahöllinni miðvikudaginn 30. maí nk. kl. 19 (strax á eftir fundi um skautabúðir). Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, m.a. kosning í stjórn. Sitjandi stjórn mun áfram gefa kost á sér, en æskilegt er að fá 2 foreldra til viðbótar í þetta skemmtilega starf. Þeir sem eru áhugasamir um framboð til stjórnar eru beðnir um að senda tölvupóst á jona@nordlenska.is. Boðið verður upp á kaffi og með‘ðí. Besta kveðja, Jóna, Edda, Vilborg og Inga

Æfingabúðir í sumar

Halló þið öll sem að ætlið í skautaæfingabúðir í sumar

Það eru engar æfingar í Laugargötu á morgun.

Aðalfundur Krulludeildar

Aðalfundur Krulludeildar verður haldinn í Skautahöllinni á Akureyri mánudagskvöldið 21. maí kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum deildarinnar.

Myndir, SA - The Canadian Moose

Myndir úr föstudagsleikjunum.

SA tekur á móti liðum frá Kanada.

Þrjú lið frá Kanada eru hér á Akureyri núna og spila í kvöld þrjá leiki, þann fyrsta kl 18:30 við meistaraflokk SA, Valkyrjur kl 20:00 og loks Old boys kl 21:30. Frítt er inná alla leikina og hvetjum við sem flesta að koma og horfa á horfa á skemmtilega leiki.

Síðasti krullutíminn á mánudag

Fáum hóp á laugardag, aðstoðarfólk óskast.

Vorsýning listhlaupadeildar

Verður haldin sunnudaginn 20. maí kl. 17:00.

VORSÝNING - ÁRÍÐANDI AÐ ALLIR SKOÐI

Nú er undirbúningur fyrir vorsýninguna komin á fulla ferð, af þessum sökum verður breyting á tímatöflu.