Evrópuævintýri Víkinga heldur áfram – leikurinn í dag í beinni útsendingu hér

Leikmenn Víkinga hlusta á þjóðsönginn
Leikmenn Víkinga hlusta á þjóðsönginn

SA Víkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Tyrknesku meistaranna Zeytinburnu Belediyesport 6-1 í gær og geta því með sigri í dag tryggt sér efsta sætið í riðlinum og farseðil beint í 3. umferð Evrópukeppninnar. SA Víkingar HC Bat Yam í dag kl. 11.00 og er sýndur beint hér.

SA Víkingar sýndu engin þreytumerki í gær og byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu fljótt tveggja marka forystu með mörkum frá leynivopninu Sigmundi Sveinssyni og sóknar varnarmanninum Ingvari Jónssyni. SA Víkingar héldu uppteknum hætti í annarri lotu en Thomas Dant-Stuart kom Víkingum í 3-0 snemma lotunnar og kom Víkingum í góða stöðu. Zeytinburnu minnkaði munninn í 3-1 um miðja lotuna en Jón Benedikt Gíslason kom Víkingum aftur í þriggja marka forystu jafn harðan og Jóhann Már Leifsson rak svo síðasta naglann í kistuna með fimmta marki Víkinga undir lok lotunnar. SA Víkingar voru yfirvegaðir og öruggir í síðustu lotunni og skoruðu eitt mark en þar var að verki Bjartur Gunnarsson með gullfallegu marki.

SA Víkingar spila síðasta leikinn í riðlinum í dag þegar þeir mæta HC Bat Yam frá Ísrael og geta með sigri tryggt sér áfram í 3. umferð Evrópukeppninnar. Nokkur þreyta er eðlilega komin í mannskapinn og smávægileg meiðsli en 1-2 leikmenn eru spurningarmerki í dag. Leikurinn hefst kl. 11.00 og er sýndur beint hér.