Jólasýning Listskautadeildar 2023 - Freydís skautakona ársins

Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir listskautakona SA 2023
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir listskautakona SA 2023

Árleg jólasýning Listskautadeildar SA var haldin á sunnudag. Deildin setti upp Hnotubrjótinn í ár. Sýningin var samin af Jana Omélinova og leikstýrt af Jana Omelinová og Varvara Voronina með aðstoð frá öðrum þjálfurum deildarinnar. Krakkarnir stóðu sig öll með mikilli prýði og tókst sýningin gríðarlega vel. Takk iðkendur og þjálfarar fyrir frábæra sýningu og takk kæru gestir fyrir komuna.

 

Við lok jólasýningar var skautakona LSA 2023 tilkynnt. Í ár var það Junior skautarinn okkar hún Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir sem hlaut heiðurinn og óskum við henni innilega til hamingju með titilinn.