Mannabreytingar í meistaraflokki en áfram sterkt lið

Af þeim leikmönnum sem liðið hefur bætt við sig má fyrst og fremst nefna fyrrverandi fyrirliða liðsins Andra Má Mikaelson sem hefur snúið aftur heim eftir eins árs dvöl hjá liðinu Åseda í Svíþjóð. Þá hefur Helgi Gunnlaugsson snúið aftur úr heldri manna hokkí og mun leika en ekki bara æfa með Víkingum þetta árið. Varnarmaðurinn Jay Le Blanc bættist við hópinn en hann kemur frá Texas í Bandaríkjunum líkt og Ben Dimarco og Rett Vossler sem spila einnig áfram með Víkingum í ár.  Þá kemur Einar Valentin aftur inn í hópinn og Gunnar Darri Sigurðsson er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið meiddur síðari hluta tímabilsins í fyrra.

Svo eru nokkur spurningmerki um leikmenn sem gætu bæst við hópinn síðar meir en það eru markahrókurinn Stefán Hrafnsson og Sigmundur Rúnar Sveinsson sem hafa enn ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort þeir spili með liðinu í vetur.

Liðið hefur misst Hafþór Sigrúnarson frá því í fyrra en hann mun leika með unglingaliði IFK Ore í efstu deild í Svíþjóð.

Liðið hefur einnig misst Steinar Grettison frá síðasta tímabili en hann hefur flust til Reykjavíkur og Andri Freyr Sverrisson er farinn til Danmerkur en von er um að hann snúi aftur eftir áramótin.

Hópurinn lýtur því svona út:

Markmenn:

Einar Eyland

Rett Vossler

Varnarmenn:

Ingvar Þór Jónsson

Björn Már Jakobsson

Ingþór Árnason

Orri Blöndal

Ingólfur Elíasson

Jay Le Blanc

Sóknarmenn:

Gunnar Darri Sigurðsson

Jón Benedikt Gíslason

Ben Dimarco

Jóhann Már Leifsson

Andri Már Mikealson

Sigurður Reynisson

Sigurður Sveinn Sigurðsson

Helgi Gunnlaugsson

Einar Valentin