Landslið Íslands í krullu á Evrópumeistaramótið

Íslandsmeistara lið Mammúta 2014 (mynd: Ási)
Íslandsmeistara lið Mammúta 2014 (mynd: Ási)

Fimm liðsmenn frá Krulludeild Skautafélags Akureyrar skipa landslið Íslands í krullu (curling) árið 2014. Liðið heldur út á morgun til Zoetermeer í Hollandi til þátttöku í Evrópumeistaramótinu sem haldið verður 5.-11. október.

Með sigri á Íslandsmóti í krullu tryggir lið sér rétt til að leika fyrir Íslands hönd (sem landslið) á Evrópumótinu. Lið frá Skautafélagi Akureyrar sem kallar sig Mammúta hefur nú síðastliðin sjö ár hampað Íslandsmeistaratitlinum fimm sinnum.

Landslið Íslands: Jón Ingi Sigurðsson fyrirliði, Ólafur Númason, Andri Freyr Magnússon, Guðmundur Karl Ólafsson og Sigurður Ingi Steindórsson.

Liðið etur kappi við eftirfarandi 9 þjóðir á mótinu:

 Hvítarússland (BLR), Belgía (BEL), Búlgaría (BUL), Írland (IRL), Ísrael (ISR),

Lúxemborg(LUX), Serbía (SRB), Slóvakía (SVK), Slóvenía (SLO)

Tvö lið komast upp í B-keppnina sem haldin verður í Swiss 22.-29. nóvember.

Fylgjast má með liðinu og fá nánari upplýsingar um liðið og þátttöku þess í mótum hér innanlands á vef krulludeildar Skautafélags Akureyrar, www.curling.is og á Facebook síðunni Landslið Íslands í krullu.ÁFRAM ÍSLAND