Víkingar vs Esja á morgun þriðjudag kl.19,30

UMFK-Esja er nýjasta liðið í deildinni og stundum nefnt "nýliðarnir" sem er langt í frá réttnefni því þar innanborðs eru margir reyndir landsliðsmenn og afar snjallir hokkíspilarar. Við getum því lofað hörkuleik og skemmtun eins og hún gerist best. Esjan er með 6 stig jafnt SR en Björninn er stigi þar á eftir en Víkingar leiða með 13 stig og öll lið hafa spilað 5 leiki eins og sjá má á stigatöflunni á vef ÍHÍ.  

ÁFRAM SA ......