SA Víkingar misstu toppsætið á heimavelli

Heiðar Krisveigarson mynd: Þórir Tryggvason
Heiðar Krisveigarson mynd: Þórir Tryggvason

SA Víkingar biðu lægri hlut fyrir SR í toppslag Hertz-deildarinnar á þriðjudag. Leikurinn var æsispennandi og hart barist fram á síðustu mínútu en lokatölur voru 2-4. Mörk SA Víkinga skoruðu Baltasar Hjálmarson og Orri Blöndal.

Leikurinn var jafn og spennandi frá byrjun og fagurfræðin varð undir fyrir baráttunni enda toppsæti Hertz-deildarinnar í húfi. Fyrsta mark leiksins var skorað í lok fyrstu lotu en þá opnuðu SR-ingar vörn Víkinga uppá gátt í yfirtölu en Styrmir Maack skoraði þá í tómt markið hjá Víkingum. SA Víkingar byrjuðu aðra lotuna af krafi og jöfnuðu metin snemma lotunnar þegar Heiðar Kristveigarson prjónaði sig í gegnum vörn SR og náði góðu skoti á mark sem Baltasar Hjálmarmsson fylgdi vel á eftir og jafnaði metin. Orri Blöndal kom SA Víkingum svo í forystu um miðja lotuna með góðu skoti eftir flott spil Víkina í yfirtölu. SA Víkingar lentu í refsivandræðum undir lok lotunnar sem SR nýtti sér með tveggja manna yfirtölu og staðan var 2-2 fyrir síðustu lotuna. SR átti en þá yfirtölu þegar þriðja lotan hófst og nýttu sér hana en Kári Arnarsson kom þá SR í 3-2 með góðu skoti. SA Víkingar reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin það sem eftir lifði lotunnar og fengu nokkur góð tækifæri en tókst ekki að koma pekkinum fram hjá Ævari í marki SR en SR náði svo að lokum að skora fjórða markið í tómt þegar SA bætti við sjötta sóknarmanninum og lokatölur 4-2.

SR tók toppsæti deildarinnar með sigrinum en SA Víkingar hafa spilað tveimur leikjum minna en SR. Liðin mætast aftur á laugardag þegar SA Víkingar sækja SR heim í Laugardalinn og má búast við hörkuspennandi leik.

Mörk/stoðsendinga SA Víkinga:

Baltasar Hjálmarsson 1/0

Orri Blöndal 1/0

Heiðar Kristveigarson 0/1

Jóhann Leifsson 0/1

Hafþór Sigrúnarson 0/1

(mynd: Þórir Tryggvason)