SA Víkingar með sigur í fyrsta leik Continental Cup

Frábær byrjun hjá drengjunum okkar í Continental Cup en SA Víkingar voru að vinna NSA Sofia 6-5 í algjörum spennitrylli í Búlgaríu þar sem úrslitin réðust í vítakeppni en Jói Leifs skoraði sigurmarkið í vítakeppninni. SA Víkingar voru heilt yfir betri aðilinn í leiknum og sigurinn verðskuldaður en Víkingar voru með 47 skot á móti 26. Jói var valinn maður leiksins en hann var með 2 mörk í leiknum og skoraði önnur 2 mörk í vítakeppninni. Andri Már, Gunni Ara og Birkir Einissonskoruðu hin mörkin.
 
Mörk/stoðsendingar SA Víkinga:
Jóhann Már Leifsson 2/1
Andri Már Mikaelsson 1/2
Gunnar Arason 1/2
Birkir Einisson 1/0
Heiðar Krisveigarson 0/1
Róbert Steingrímsson var með 21 skot varið í marki Víkinga.