SA Víkingar í 3. sæti í Continental Cup

SA Víkingar enda í 3. sæti A-riðils fyrstu umferðar Continental Cup en það má teljast góður árangur og drengirnir geta gengið stoltir frá borði. Tartu Valk var aðeins of stór biti fyrir Víkinga í þriðja og síðasta leik keppninnar en Víkingar náðu ekki að halda nægilega lengi út en Eistarnir áttu greinilega meira á tanknum þegar leið á leikinn og vinna 8-0. SA Víkingar voru með 25 skot í leiknum á móti 30 skotum Eistanna og Ingvar Þór Jónsson var maður leiksins hjá Víkingum í kvöld.