Aldís Kara hefur keppni á Junior Grand Prix í kvöld

Aldís Kara (mynd tekin frá iceskate.is)
Aldís Kara (mynd tekin frá iceskate.is)

Aldís Kara Bergsdóttir hefur keppni fyrir Íslands hönd í kvöld á Junior Grand Prix sem fram fer í Lake Placid í Bandaríkjunum. Aldís dró rásnumer 23 og skautar þriðja í hópi 5. Aldís Kara hefur dvalið í Bandaríkjunum frá því á mánudag í undirbúningi sínum fyrir mótið en með henni í för er þjálfarinn hennar Darja Zaychenko sem og móðir hennar og fararsjtóri Hrafnhildur Guðjónsdóttir. Áætlað er að Aldís stigi á ísinn kl. 20.48 í kvöld á íslenskum tíma en hægt er að horfa á beina útsendingu frá keppninni á Youtube rás ISU sem má finna hér. Útsendingin frá mótinu hefst um kl. 17.00. Hér má einnig finna keppendalista og tímaplan fyrir allt mótið.