Leik SA Víkinga og SR í lýsisbikarnum hefur verið aflýst!

Bikarkeppni Íshokkísambands Íslands -Lýsibikarinn hefst nú um helgina. SA Víkingar áttu að hefja leik á móti liði Skautafélags Reykjavíkur á laugardag en hefur verið aflýst. Fyrsti leikur SA Víkinga verður því ekki fyrr en á sunnudag en þá tekur liðið á móti Birninum og hefst sá leiur kl. 16.45.

Lýsibikarinn er bikarkeppni þriggja aðildarfélaga Íshokkísambands Íslands, keppnisfyrirkomulag er tvöfaldur Round Robin, samtals 6 leikir. Það er Lýsi hf sem er aðal stuðningsaðili keppninnar og býður öllum frítt á alla leiki keppninnar.