Byrjendaæfingar hefjast á mánudag

Byrjendaæfingar í listhlaupi og íshokkí fyrir 4 ára og eldri hefjast mánudaginn 26. ágúst. Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:30-17:15. Frítt að prófa í 4 vikur og allur búnaður er innifalinn. Mæting á æfingarnar ekki seinna en 20 mínútum fyrir fyrstu æfinguna. Það þarf ekki að skrá sig en hægt er að fá frekari upplýsingar fyrir hokkí hjá Söruh Smiley - hockeysmiley@gmail.com og fyrir listhlaup hjá Maríu Indriðadóttur - formadur@listhlaup.is