Skautafélag Akureyrar er almannaheillafélag

Skautafélag Akureyrar er almannaheillafélag og er í almannaheillaskrá ársins 2022. Gjafir til félagsins geta því veitt skattaafslátt. Fyrir einstaklinga gildir skattafslátturinn fyrir gjafir frá kr. 10.000 og uppí kr. 350.000. Fyrirtæki geta veitt gjafir fyrir allt að 1,5% af rekstrartekjum ársins. Styrktarreikningur félagsins er 133-15-2908 Kennitala: 590269-2989

Aldís Kara Bergsdóttir skautakona ársins 2022 á Íslandi

Skautasamband Íslanda hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2022. Er þetta í fjórða sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins.

Jólasýning Listhlaupadeildar SA

Listhlaupadeild Skautafélgs Akureyrar stendur fyrir hinni árlegu Jólasýningu sunnudaginn 18.des nk. kl: 17:30. Miðasala verður á staðnum.

6 stiga helgi í tvíhöfðahelgi

SA vann Fjölni í seinni leik tvíhöfða helgarinnar í Hertz-deild kvenna 4-1 en liðið vann 1-0 sigur í fyrri leik liðanna á laugardag. SA átti 24 skot á mark gegn 33 skotum Fjölnis en Shawlee Gaudreault var með 97% markvörslu í leiknum. SA stúlkur eru ósigraðar á tímabilinu og eru með 12 stig eftir 4 leiki en Fjölnir er í efsta sæti Hertz-deildarinnar með 18 stig og 9 leiki spilaða.

SA Víkingar á toppnum inn í jólafrí

SA Víkingar kláruðu árið með stæl og unnu sannfærandi 10-4 sigur á Fjölni í síðasta leik fyrir jólafrí. SA Víkingar áttu 44 markskot í leiknum gegn 19 skotum Fjölnis. SA Víkingar hafa unnið 9 leiki af 10 á tímabilinu og eru efstir í Hertz-deild karla með 27 stig.

Leikdagur

Það verður algjör hokkíveisla í Skautahöllinni okkar í kvöld 🏒 SA stúlkur hefja leik og spilar opnunarleikinn sinn á heimavelli í Hertz-deild kvenna gegn toppliði Fjölnis kl. 16:45 og strákarnir spila svo gegn Fjölni í Hertz-deild karla kl 19:30. 👌 Forsala miða er hafin í Stubb - 1000 kr. og frítt fyrir 16 ára og yngri. Samlokur og drykkir í sjoppunni 😋

Opnunarleikir SA kvenna á heimavelli um helgina

Kvennalið SA spilar sína fyrstu leiki á tímabilinu á heimavelli um helgina þegar liðið fær Fjölni í heimsókn í Skautahöllina á Akureyri og spila tvíhöfða á laugardag og sunnudag. SA hefur aðeins leikið tvo leiki á tímabilinu til þessa en hefur unnið báða leikina og spilað vel en SA bætti við sig þremur nýjum leikmönnum fyrir tímabilið og breiddin í liðinu er mikil. Fjölnir er á toppi deildarinnar með 19 stig en liðið hefur spilað 7 leiki og aðeins tapað einum. Fyrri leikurinn hefst kl. 16:45 á laugardag og sá síðari kl. 11 á sunnudag. Miðaverð er 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu Stubb. Fyllum stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs!

Ert þú ekki örugglega félagsmaður í Skautafélagi Akureyrar?

Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.500 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn.

Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans

Í gær var alþjóðlegur dagur sjálboðaliðins og af því tilefni hefur Mennta- og barnamálaráðuneytið ýtt úr vör átaki hvar vakin er athygli á framlagi sjálfboðaliða hjá íþrótta- og félagasamtökum. Átakið heitir því viðeigandi nafni - Alveg sjálfsagt!

SA með gull- og silfurverðlaun á Íslandsmótinu í listskautum

Skautafélag Akureyrar fékk ein gullverðlaun og ein silfurverðlaun á Íslandsmótinu í listskautum sem fram fór í Egilshöll 19. og 20. nóvember. Sædís Heba Guðmundsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Advanced Novice með 66.64 stig en hún fékk 21.63 stig í stutta og 45.01 stig í frjálsa. Í Junior flokki náði Freydís Jóna Bergsveinsdóttir silfurverðlaunum á sínu fyrsta tímabili í flokknum með sínum besta árangri til þessa þar sem hún fékk 96.98 stig en hún fékk 35.06 stig í stutta og 61.92 stig í frjálsa.