Karfan er tóm.
Íþróttafólk og íþróttafélög Akureyrar var heiðrað í gær á íþróttahátið Akureyrar sem fram fór í Menningarhúsinu Hofi. Íshokkíkarlinn Unnar Hafberg Rúnarsson var í 4. sæti yfir íþróttakarla Akureyrar. Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon frá UFA er íþróttakarl Akureyrar 2025 og knattspyrnukonan Sandra María Jessen frá Þór/KA er íþróttakona Akureyrar 2025.
Aðildarfélög sem áttu Íslandsmeistara og landsliðsfólk á liðnu ári hlutu viðurkenningar á hátíðinni sem Fræðslu- og lýðheilsuráð veitti 13 aðildarfélögum ÍBA vegna 310 íslandsmeistara og 11 aðildarfélögum vegna 159 landsliðsmanna. Skautafélag Akureyrar átti flesta bæði Íslandsmeistara og flesta landsliðsmenn félaganna líkt og síðustu ár, 81 Íslandsmeistara og 50 landsliðsmenn.
Heiðursviðurkenningar Fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar voru afhentar sex öflugum einstaklingum fyrir vel unnin störf í þágu félags-, íþrótta- og æskulýðsmála á Akureyri. Þau sem hlutu heiðursviðurkenningu í ár voru Jórunn Eydís Jóhannesdóttir (Íþróttafélagið Þór), Magnús Sigurður Sigurólason (Knattspyrnufélag Akureyrar), Pétur Birgisson (KKA Akstursíþróttafélag), Rúnar Steingrímsson (Íþróttafélagið Þór), Stefán Jóhannsson (Knattspyrnufélag Akureyrar) og Tómas Leifsson (Skíðafélag Akureyrar).
Þá fengu afreksefni Akureyrar styrkveitingar og þar hlaut íshokkíkappinn Aron Gunnar Ingason leikmaður SA Víkinga og listskautakonan Sædís Heba Guðmundsdóttir styrkveitingar.