3. Leikur í Úrslitakeppni karla á morgun

SA Víkingar taka á móti Fjölni á morgun í þriðja leik úrslitakeppni karla. SA Víkingar leiða einvígið 2-0 og geta með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst kl. 19:30 en miðasala í hurð opnar kl. 18:45. 

Ath. að einungis er hægt að taka við ákveðnum fjölda áhorfenda og miðasölu á staðnum verður því hætt um leið og þeim fjölda er náð. Miðaverð er 1500 kr. óháð aldri. Mætum í rauðu og styðjum okkar lið til sigurs. Það er grímuskyldu í stúku!