SA með yfirburði í fyrsta leik úrslitakeppni kvenna

Úr leiknum í gærkvöld (mynd: Þórir Tryggva)
Úr leiknum í gærkvöld (mynd: Þórir Tryggva)

SA vann stórsigur á Fjölni í fyrsa leik úrslitakeppninnar í Hertz-deild kvenna en lokatölur urðu 13-1. SA getur tryggt sér titilinn á fimmtudag þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn.

Sunna Björgvinsdóttir var atkvæðamest í liði SA í gærkvöld en hún skoraði 3 mörk í leiknum en Saga Sigurðardóttir og Hilma Bergsdóttir tvö. Jónína Guðbjartsdóttir,María Eiríksdóttir, Kolbrún Garðarsdóttir, Belglind Leifsdóttir, Ragnhildur Kjaratansdóttir og Teresa Snorradóttir skoruðu eitt mark hver í leiknum. 

Leikurinn á fimmtudag hefst kl. 19:00 og má fylgjast með honum í beinni útsendingu á ÍHÍ TV.