Ynjur mæta Ásynjum þriðjudag kl 19.30

Úr leik liðanna á síðasta tímabili (mynd:Elvar P.)
Úr leik liðanna á síðasta tímabili (mynd:Elvar P.)

Íslandsmeistarar síðasta tímabils, Ynjur Skautafélags Akureyrar, mæta Ásynjum Skautafélags Akureyrar annað kvöld kl 19.30 í Skautahöllinni á Akureyri. Þetta er fyrsti leikur liðanna síðan þessi lið mætust í úrslitakeppninni á síðasta tímabili í úrslitakeppni sem fæstir hafa gleymt. Mikil eftirvænting er fyrir leikinn en leikir liðanna hafa verið gríðarlega jafnir og spennandi í gegnum tíðina en það verður einnig spennandi að sjá hvernig liðin hafa þróast frá síðasta tímabili. Mætið í Skautahöllina og styðjið ykkar lið! Frítt inn og sjoppan opin.