LSA gerði góða ferð til borgarinnar um helgina

15 stúlkur frá LSA tóku þátt í Haustmóti ÍSS um helgina og stóðu sig vel. Skautasambandið hefur tekið upp nýtt kerfi á mótum sínum. Nú skiptist keppnin í hópana Chicks sem eru yngstu keppendurnir, Cubs sem eru keppendur 10 ára og yngri, Basic Novice A sem eru keppendur á aldrinum 11-13 ára, Novice B sem eru keppendur á aldrinum 13-17 ára, Advanced Novice A, Junior og Senior.

Í Chicks áttum við þrjá keppendur þær Sædísi Hebu, Indíönu Rós og Berglindi Ingu (sem var að keppa á sínu fyrsta sambandsmóti).

Sædís Heba sigraði flokkinn með talsverðum yfirburðum með 23.15 stig, Indíana Rós varð í þriðja sæti með 18.66 og Berglind Inga varð í 5. sæti með 16.86 stig.

Í  Cubs áttum við fjóra keppendur þær Freydísi Jónu Jing, Katrínu Sól, Kristbjörgu Evu og Magdalenu. Freydís Jóna Jing sigraði flokkinn á persónulegu stigameti 32.54 stig, önnur varð Katrín sól einnig á persónulegu stigameti 31,17 stig, fimmta varð Magdalena á sínu fyrsta móti í nýjum flokki á persónulegu stigameti með 24.35 stig, og sjöunda varð Kristbjörg Eva með 20.25 stig einnig á persónulegu stigameti.

í Basic Novice A áttum við tvo keppendur þær Evu Maríu og Júlíu Rós. Júlía Rós hafnaði í 2 sæti með 26.53 stig og Eva María hafnaði í 14. sæti með 14.08 stig.

Í  Basic Novice B áttum við tvo keppendur þær Evu Björg og Bríeti Berndsen. Eva Björg hafnaði í 7. sæti með 22.33 stig og Bríet Berndsen hafnaði í því 10. með 20.07 stig.

Í Advanced Novice áttum við 4 keppendur þær Aldísi Köru, Ásdísi Örnu Fen, Mörtu Maríu og Rebekku Rós. Mikil keppni var á milli þeirra vinkvennanna og lauk henni þannig að þær röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Marta María bar sigur úr bítum með talsverðum yfirburðum með 78.89 stig, önnur varð Rebekka Rós á nýju persónulegu stigameti með 74.27 stig, þriðja varð Aldís Kara með 71.04 stig og fjórða varð Ásdís Arna með 69.08 stig. Þess má geta að þessar fjórar náðu allar viðmiðum fyrir Úrvalshóp Skautasambands Íslands.

Frekari fréttir af mótinu er að finna á heimasíðu skautasambandsins Iceskate.is