Flottur hokkídagur í Skautahöllinni á morgun

Á morgun fara fram tveir leikir í Íslandsmótinu í íshokkí í Skautahöllinni á Akureyri. Ynjur mæta sameiginlegu liði SR og Bjarnarins í Hertz-deild kvenna kl 16.30 og strax á eftir þeim leik eða kl 19.00 mætir 2. flokkur SA Íslandsmeisturum síðasta árs í þessum aldursflokki, Birninum. Pottþétt skemmtun fyrir hokkíþyrsta.