Foreldrafundur v/Haustmóts 3-5. nóv.

Foreldrafundur verður haldin í skautahölinni sunnudaginn 22. okt. kl: 20:00. Við munum ræða ferðatilhögun, gistingu o.fl. Mjög áríðandi er að allir þeir foreldrar/forráðamenn þeirra barna sem eru að fara á þetta mót mæti.

Kveðja stjórnin

Símanúmer Helgu Margrétar

Í tilkynningu um símatíma hjá Helgu Margréti skautaþjálfara gleymdist að setja inn símanúmerið hennar en það er :  699 6740
Best er að ná í hana á mánudögum og fimmtudögum klukkan 18-20 og á sunnudögum klukkan 11-13.

Netfang og símanúmer hjá Helgu Margréti þjálfara

Helga Margrét skautaþjálfari hefur gefið okkur upp eftirfarandi símatíma sem best er að ná í hana á:
Mánudaga og fimmtudaga kl. 18-20
Sunnudaga kl. 11-13
Einnig má senda henni tölvupóst á netfangið : helgamargret@internet.is

Á næsta fimmtudag kl. 19.30 verður DÓMARANÁMSKEIÐ

Á næsta fimmtudag kl. 19.30 verður DÓMARANÁMSKEIÐ haldið í fundarherbergi Skautahallarinnar, og nú er mikilvægt að nýta það sem best. Allir sem áhuga hafa á málinu eru velkomnir.

Netföng og símanúmer hjá Hönnu skautaþjálfara

Hanna Burnett skautaþjálfarinn okkar segir að það sé velkomið að hafa samband við sig til að  koma með spurningar og ræða þau mál sem upp koma. Foreldrar eru velkomnir inn í  skautahöll til að hitta hana þar og einnig má senda tölvupóst á eftirfarandi netföng:

 ghburnett@simnet.is
coachhanna@hotmail.com

Einnig má hringja í síma :  866 4370.  Best er að ná í Hönnu í síma frá kl 7 til 9 á morgnana en einnig má hringja á öðrum tímum ef mikið liggur við.

4.fl. keppti í 1. hluta íslandsmóts í Egilshöll um liðna helgi

4.flokkur SA gerði frábæra ferð í Egilshöll um liðna helgi. Liðið samanstóð af níu 4.fl. strákum, þrem 5.fl. og 4.fl. markmanninum Einari Eyland sem átti að öðrum ólöstuðun snilldarleik á köflum, meðal annars varði hann tvö vítaskot.

Tap gegn birninum.

Meistaraflokkur S.A. mátti sætta sig við tap gegn birninum á laugardaginn s.l. Leikurinn endaði 6-3. Leikurinn var þó jafn, og spurningin aðeins um hverjir mundu skora fleiri mörk. Bæði lið spiluðu ágætis hokki miðað við aðstæður, en frystivélinn tók uppá því 2 tímum fyrir leik að drepa á sig þannig að aðeins var heflað á milli lota en ekki flætt. S.A. menn voru ekki með fullskipað lið en þeir Elvar Jónsteinsson, Sigurður Sveinn Sigurðsson, Elmar Magnússon, og Ómar Smári Skúlason komust ekki í leikinn. Markverjan Sæmundur Leifsson stóð á milli stangana og bjargaði S.A. mönnum frá því að ekki voru fleiri mörk skoruð. Mörk S.A. voru skoruð af Helga Gunnlaugs, og Steina Grettirs. Næsti leikur S.A. verður á útivelli gegn meisturum síðasta árs S.R. og verður hann leikinn á laugardaginn 21 okt. ÁFRAM S.A. !!

Flöskusöfnun og pappírssala

Til að styrkja börnin okkar og félagið erum við með wc- og eldhúspappír  til sölu, þ.e. börnin /foreldrar þeirra geta fengið hjá okkur pappír til að selja vinum og ættingjum. Við erum einnig búin að gera samning við Endurvinnsluna um að þeir taki flöskur, dósir og gler sem fer inn á sér reikning. Það þarf að kvitta fyrir það sem lagt er inn með nafni barns og/eða foreldra. Þessir  peningar verða síðan notaðir bæði í keppnisferðir og að gera eitthvað skemmtilegt saman. Ef ykkur vantar upplýsingar hafið samband við Allý í síma 895-5804 eða 462-5804

Sparisjóðsmót

28. október n.k. verðum við hjá Listhlaupadeildinni með innanfélagsmót tileinkað Sparisjóð Norðlendinga sem eru styrktaraðilar mótsins. Nánari upplýsingar koma fljótlega um keppendur og fleira.

Meistaraflokkur brottför

Annað kvöld keppir SA við Björninn í meistaraflokki. Mæting við Skautahöllina kl. 11.30 brottför kl. 12.00