Á næsta fimmtudag kl. 19.30 verður DÓMARANÁMSKEIÐ

Á næsta fimmtudag kl. 19.30 verður DÓMARANÁMSKEIÐ haldið í fundarherbergi Skautahallarinnar, og nú er mikilvægt að nýta það sem best. Allir sem áhuga hafa á málinu eru velkomnir.

Tekið af vef ÍHÍ:

17.10.2006
Dómaranámskeið.

Nú í vikunni verða haldin dómaranámskeið bæði á Akureyri og í Reykjavík. Allir þeir sem hafa áhuga á að kynna sér leikreglur í íshokkí eru hvattir til að mæta á þessi námskeið. Farið verður yfir það helsta fyrir línudómara og aðaldómara. Námskeiðið á Akureyri er á fimmtudaginn kl. 19:30 í fundarsal skautahallarinnar á Akureyri. Í Reykjavík er námskeiðið haldið í fundarsal skautahallarinnar í Laugardal frá kl.18 til 22. Farið verður yfir þær áherslur sem Aðþjóðasambandið (IIHF) hefur lagt fyrir sín aðildarsambönd. Ýmsar reglubreytingar hafa verið gerðar til að gera leikinn opnari og skemmtilegri. Upplýsingar er hægt að fá á eftirfarandi stöðum:

Jóns Heiðar (Ak.) í síma 892-2147 eða jonheidarr@simnet.is

Helgi P (Rvk.) í síma 861-4939 eða helgi@linuskautar.is

Þeir sem sjá um dómaranámskeiðin hafa beðið ÍHÍ að koma eftirfarandi tenglum er varða námskeiðið á framfæri:

Reglubók.
Dæmabók
Handbók um vinnubröð dómara.

Að sjálfsögðu hafa allir gott bæði dómarar sem leikmenn gott af þessum lesningum og því hvattir til að kíkja á. Einnig fer að styttast í leikreglubókin fari að koma út þannig að ekki skortir lesefni fyrir íshokkímenn.

HH