Tónlist!!

Helga ætlar að fara í gegnum tónlistardiskana fyrir iðkendur á miðvikudaginn 11. okt. og taka frá þá diska sem eru ekki í notkun. Á föstud. laugardag og sunnudag (á æfingartímum) eru iðkendur hvattir til að mæta og fá tónlistardiskana sína lánaða og láta taka afrit af þeim og skila síðan aftur eins fljótt og hægt er.  Það er mjög nauðsynlegt að hver iðkandi eigi heilan og órispaðan disk þegar kemur að keppni. Iðkendur eiga líka að eiga eitt eintak sem þeir geyma í skautatöskunni og nota þegar þeir eru að æfa dansinn sinn með tónlist. :-)

Góður dagur fyrir SA

Í dag spiluðu á Akureyri í 2.fl. SA og SR og lauk þeim leik með naumum sigri SA manna eftir mjög hraðan og spennandi leik 10 - 9. Einnig spiluðu stelpurnar í Egilshöll við stöllur sína úr Birninum og sigruðu nokkuð örugglega 3 - 8.

Litlahokkibúðin mætir á svæðið!!

Litlahokkibúðin mætir í skautahöllina næstu helgi. Biggi var að fá heitar vörur í hús, eins og sönnum norðlendingi ætlar hann leyfa okkur akureyringum að njóta góðs af því. Búðin verður mun líklega vera staðsett á sama stað og í fyrra, í fundarherberginu. Kaupglaðir íshokki unnendur er vinsamlegast beðnir að mæta sem og aðrir áhugamenn. :) ÁFRAM S.A.!!!!!!!!!!

Leikur hjá 2 flokki.

Laugardaginn 7 október mun S.A. leika gegn S.R. í 2 flokki. Bæði lið hafa hafa tapað sínum fyrstu leikjum og má því búast við hörkuleik þar sem mönnum hungrar í sigur. Leikurinn hefst kl 17:30. Allir að mæta í höllina og styðja sína menn. ÁFRAM S.A.!!!!!!

Kvennaflokkur Björninn - SA

Á laugardeginum meðan stákarnir spila hér fyrir norðan munu stelpurnar etja keppni við Bjarnarstelpur í Egilshöll. Þeirra leikur byrjar kl.18,15 og einnig spila þær annann leik á sunnudagsmorgninum kl. 08,30. þetta eru fyrstu leikir vetrarins í kvennaflokki og því spennandi að sjá hvernig þær koma undan vetri.    ÁFRAM SA.............

Dósasöfnun 4. til 7.flokkur

Nú er komið að því, við ætlum að safna dósum miðvikudaginn 4. október frá kl. 18-20.  Getið náð ykkur í poka og götur inn á svell frá kl. 17:45 og byrjað að skila dósunum upp í endurvinnslu kl. 19.  Munið að einungis þeir sem mæta og safna fá pening.     Foreldrafélagið

Innihaldslýsingar!

Allir þeir iðkendur nema keppendur í 8 ára og yngri C og 10 ára og yngri C eiga að skila inn innihaldslýsingum af prógrömmunum sínum.  Þar eiga að koma fram öll "element" þ.e.a.s. öll stökk, pírúettar, sporasamsetning og vogarsamsetning í réttri röð.  Vil ég biðja alla iðkendur sem eru komnir með prógröm að skila innihaldslýsingum til mín með e-maili fyrir miðvikudag.  Þeir sem eru ekki komnir með prógröm skila innihaldslýsingum um leið og prógram er tilbúið.  Hér fyrir neðan í "lesa meira" er dæmi um hvernig á að skrifa innihaldslýsingar! Það er nauðsynlegt að allir skili þessu inn sem fyrst annars getur keppandi ekki tekið þátt í keppni!!  Vinsamlegast sendið innihaldslýsingarnar á helgamargret@internet.is (líka þeir sem búnir voru að skila inn handskrifuðum innihaldslýsingum).