Fundur

Foreldrar M, 5, 4, 3 og U hóps. Munið fundinn á morgun í Skautahöllinni með Þjálfurunum Helgu og Hönnu kl: 13:00 14/10 2006. Veitingar í boði Kexsmiðjunar.

Athugið að Björninn er búinn að gjörbreyta dagskránni

Dagskrá 4.flokks mótsins í Egilshöll um helgina hefur verið breytt verulega, hægt er að skoða nýju dagskránna hér.

Skautanámskeið

Viltu læra að skauta.

 Fjögurra vikna leikjanámskeið á skautum fyrir stelpur og stráka á aldrinum 4-5 ára og 6-7 ára hefst sunnudaginn 15. október. Kennt verður einu sinni í viku á sunnudögum milli kl. 16:15 og 17:00. Námskeiðsgjald verður kr. 2000. Skráning verður á staðnum á milli kl. 15:30 og 16:10 sunnudaginn 15. október. 

  Ath. að Skautahöllin leggur til skauta og hjálma endurgjaldslaust meðan á námskeiði stendur.  

4. flokks Landsbankamót í Egilshöll 13.-15. október 2006

Vegna ferðar til Reykjavíkur næstu helgi verðum við í Skautahöllinni (fundarherbergi) fimmtudaginn 12. október frá kl. 18-19 og tökum á móti greiðslu sem er  11.000 kr., þeir sem eiga inneign í sjóði geta látið hana ganga upp í greiðslu.  Ath! ekki er hægt að greiða með korti.  Einnig munum við afhenda lista yfir það sem þarf að hafa með.

Allar nánari upplýsingar veitum við á fimmtudaginn.            Foreldrafélagið

Dagskrá Landsbankamóts 4.flokks

Björninn hefur gefið út Dagskrá fyrir 4.fl. Landsbankamótið um næstu helgi

Fundur 14/10

Fundurinn á laugardag er einnig ætlaður fyrir 3 hóp og gott væri að sem flestir sæu sér fært að mæta. Helga kemur einnig á fundinn.

Fyrirlestrar!!!

Fyrirlestur um mataræði íþróttafólks á líkamsræktarstöðinni Bjargi í dag  (sunnudag ) 8. október.  

Kl 15:00 ætlar Fríða að tala um mataræði íþróttafólks sem er 16 ára og yngra.  Hvernig á að borða á æfingatímabilinu, daginn fyrir keppni, á keppnisdag?  Þetta eru spurningar sem foreldrar eru líka að velta fyrir sér og því æskilegt að þeir mæti með börnum sínum. 

 

Kl. 16:30 er síðan fyrirlestur og spjall um mataræði keppnisfólks í öllum íþróttagreinum.  Afreksfólks, áhugahlaupara, þeirra sem æfa mikið og vilja bæta árangur sinn.  Eru fæðubótaefnin nauðsynleg?  Hvernig á þá að nota þau?

 Verð:500kr fyrir 17 ára og eldri

 

 

 

 

 

afsláttamiðar frá Ak.bæ!!!!

Halló!! Ef foreldrar vilja að börnin nýti afsláttinn út á afsláttarmiðana frá Akureyrarbæ (íþrótta og tómstundaráði) þá endilega komið þeim til okkar í stjórninni. Tökum á móti þeim fram á miðvikudag 12. okt síðan verða sendir út gíróseðlar fyrir full æfingagjöld. :-)

Sigur í seinni leiknum

Í morgun spiluðu stelpurnar aftur við Björninn og unnu 0 - 3.  SA góóóóðar (o:  

Foreldra- og þjálfarafundur

Laugardaginn 14: okt. kl: 13:00 verður fundur í Skautahöllinni með Hönnu þjálfara. Þar mun hún útskýra nýja tímatöflu og af hverju hún vill samnýta tímana með iðkendum flokka. Foreldrar eru hvattir til að mæta. Kveðja Stjórnin