Tap gegn birninum.

Meistaraflokkur S.A. mátti sætta sig við tap gegn birninum á laugardaginn s.l. Leikurinn endaði 6-3. Leikurinn var þó jafn, og spurningin aðeins um hverjir mundu skora fleiri mörk. Bæði lið spiluðu ágætis hokki miðað við aðstæður, en frystivélinn tók uppá því 2 tímum fyrir leik að drepa á sig þannig að aðeins var heflað á milli lota en ekki flætt. S.A. menn voru ekki með fullskipað lið en þeir Elvar Jónsteinsson, Sigurður Sveinn Sigurðsson, Elmar Magnússon, og Ómar Smári Skúlason komust ekki í leikinn. Markverjan Sæmundur Leifsson stóð á milli stangana og bjargaði S.A. mönnum frá því að ekki voru fleiri mörk skoruð. Mörk S.A. voru skoruð af Helga Gunnlaugs, og Steina Grettirs. Næsti leikur S.A. verður á útivelli gegn meisturum síðasta árs S.R. og verður hann leikinn á laugardaginn 21 okt. ÁFRAM S.A. !!