Jóhann Már og Aldís Kara íþróttafólk SA árið 2022

Jóhann Már Leifsson og Aldís Kara Bergsdóttir eru íþróttafólk SA árið 2022. Aldís var valin skautakona ársins hjá listhlaupadeild á dögunum og skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands árið 2022. Jóhann var einnig valin íshokkímaður íshokkídeildar SA árið 2022 sem og íshokkímaður ársins hjá Íshokkísambandi Íslands. Þau Jóhann og Aldís voru heiðruð í upphafi leiks SA og SR í Hertz-deild kvenna á laugardag.

Stórsigur SA í seinni leik tvíhöfðans á móti SR

SA vann SR í seinni leik tvíhöfðahelgarinnar 8-0 og augjóst að breidin í SA liðinu var erfið fyrir SR liðið að brúa í tvíhöfða en SA vann fyrri leik liðanna 6-2. Anna Sonja Ágústsdóttir og Gunnborg Jóhannsdóttir skoruðu 2 mörk hvor en þær María Eiríksdóttir, Amanda Bjarnadóttir, Ragnhildur Kjartansdóttir og Magdelana Sulova eitt mark hver. Shawlee Gaudreault í marki SA varði öll 16 skot SR í markið í leiknum en SA skaut 68 skotum á mark SR í leiknum. Næsti leikur SA stúlkna er um komandi helgi þegar liðið sækir Fjölni heim í Grafarvoginn á laugardag en leikurinn hefst kl. 19:00.

Skautafélag Reykjavíkur 130 ára í dag

Skautafélag Reykjavíkur á 130 ára afmæli í dag. Skautafélag Reykjavíkur var stofnað 7. janúar 1893 en Tjörnin í Reykjavík var félagsvæðið lengst af. Saga Skautafélags Reykjavíkur og Skautafélags Akureyrar samtvinnast nokkuð síðar en félögin kepptu fyrst um sinn í skautahlaupi og svo síðar í íshokkí um miðja öldina. Skautafélag Akureyrar óskar félögum sínum í Skautafélagi Reykjavíkur hjartanlega til hamingju með afmælið í dag.

Skautaíþróttin springur út í nýjasta tölublaði Skinfaxa

Skautaíþróttir fá skemmtilega umfjöllun í nýjasta tölublaði Skinnfaxa sem gefið er út af UMFÍ. Í umfjölluninni er meðal annars viðtöl við yfirþjálfara hokkídeildar Söruh Smiley og formann listskautadeildar Svölu Vigfúsdóttur. Hér má finna tölublaðið á pdf formi.

SA tekur á móti SR í tvíhöfða um helgina í Hertz-deild kvenna

SA og SR mætast í tvíhöfða helgi í Hertz-deild kvenna á laugardag og sunnudag í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrri leikurinn hefst kl. 16:45 á laugardag og sá síðari kl. 10 á sunnudag. Miðaverð er 1000 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu Stubb.

EKKI Áramótamót

Tíminn í kvöld fellur niður.

Jóhann Már og Anna Sonja íshokkífólk SA árið 2022

Jóhann Már Leifsson hefur verið valin íshokkíkarl SA og Anna Sonja Ágústsdóttir íshokkíkona SA fyrir árið 2021.

Júlía Rós heiðruð fyrir framúrskarandi árangur

Júlía Rósa Viðarsdóttir var heiðruð fyrir framúrskarandi árangur á árinu en líka framlag sitt til listskautaíþróttarinnar hjá SA á jólasýningunni á sunndag. Júlía sem er nú þjálfari hjá deildinni lagði skautana á hilluna síðasta vor eftir að hafa klárað sitt besta skautatímabil og sett mark sitt á skautasöguna.

Aldís Kara skautakona ársins hjá listskautadeild

Listskautadeild Skautafélags Akureyrar hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2022. Aldís Kara var heiðruð á sunnudag á jólasýningu listskautadeildar SA en hún var einnig valin skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands.

Gimilimótið, Áramótamótið og Íslandsmót

Allt að gerast