Skautarar frá SA keppa á Volvo Cup í Lettlandi um helgina

Um helgina eru skautarar frá okkur að taka þátt í Volvo cup í Riga. Fyrsti keppnisdagur er í dag en stelpurnar byrjuðu allar daginn á æfingu. Ronja Valgý hefur fyrst keppni klukkan 11:40 (8:40 á íslenskum tíma). Freydís Jóna stígur svo á ísinn kl 15:10 (12:10 á íslenskum tíma) með stutta prógrammið sitt. Þær stöllur eru báðar fyrstar í sínum upphitunarhópum⛸️ Við óskum stelpunum góðs gengis🥰

Mynd af 5 af 6 skauturum okkar á æfingu í Verslunarmiðstöðinni Acropol⛸️😊