Karlalandsliðið í íshokkí hefur leik á HM í Serbíu á morgun

Karlalandsliðið í íshokkí er nú statt í Belgrad í Serbíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir Heimsmeistaramótið í II deild A sem hefst á morgun. Íslenska liðið mætir Króatíu á morgun í opnunarleik mótsins kl. 10:30 á íslenskum tíma. Í riðlinum eru auk Íslands og Króatíu, heimaliðið Serbía, Ástralía, Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Fylgjast má með úrslitum og tölfræði mótsins á heimasíðu alþjóða íshokkísambandsins en við munum einnig deila streymi á leikina á facebooksíðu íshokkídeildar fyrir fyrsta leik.

A-landslið karla í íshokkí 2024

Alex Máni Sveinsson
Andri Már Mikaelsson
Arnar Kristjánsson
Gunnar Aðalgeir Arason
Hákon Marteinn Magnússon
Halldór Skúlason
Heiðar Jóhannsson
Hilmar Sverrisson
Ingvar Þór Jónsson - C
Jakob Jóhannesson
Jóhann Björgvin Ragnarsson
Jóhann Már Leifsson - A
Kári Arnarsson
Kristján Jóhannesson
Ólafur Björgvinsson
Róbert Hafberg
Róbert Pálsson - A
Uni Steinn Blöndal
Unnar Hafberg Rúnarsson
Viggó Hlynsson
Þorgils Eggertsson

Vlado Kolek - Aðalþjálfari
Miloslav Racansky - Aðstoðarþjálfari
Rúnar Freyr Rúnarsson - Liðsstjóri
Helgi Páll Þórisson - Miðlun
Ari Gunnar Óskarsson - Tækjastjóri
Bergþór Snær Jónasson - Sjúkraþjálfari