SA Víkingar taka á móti SR á þriðjudag

SA Víkingar taka á móti SR í toppslag Hertz-deild karla á þriðjudag í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar eru eftstir í deildinni með 27 stig en SR er í öðru sæti með 16 stig. Leikurinn hefst kl. 19:30 og miðaverð er 1000 kr. en frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Forsala miða er hafin í miðasöluappinu Stubb.

Gamli Björninn sigraði á MaggaFinns 2023

MaggaFinns mótið í íshokkí fór fram um helgina í Skautahöllinni á Akureyri en þetta var í fyrsta skipti síðan 2020 sem mótið er haldið en heimsfaraldurinn hefur haldið mótinu niðri. Sjö lið tókur þátt í mótinu, fjögur lið úr höfuðborginni og þrjú lið af Eyjafjarðarsvæðinu en keppendafjöldi var í kringum 100 manns. Gamli Björninn stóð uppi sem sigurvegari mótsins - Sveitin var í öðru sæti - OldStars þriðja og Töngin í fjórða. Keppendur mótsins voru til alkunnar fyrirmyndar innan sem utan vallar eins og þessum flokki fólks er tamt og er öllum þakkað kærlega fyrir komuna á MaggaFinns mótið.

Aldís Kara í öðru sæti í kjöri íþróttafólks Akureyrar 2022

Kjöri íþróttamanns Akureyrar 2022 var lýst á glæsilegri verðlaunahátíð sem haldin var í Menningarhúsinu Hofi í gærkvöld. Aldís Kara Bergsdóttir var í öðru sæti í kjörinu en hún átti frábært skautatímabil 2022 þar sem hún varð meðal annars fyrsta konan í 27 ára skautasögu skautasambandsins til þess að keppa á Evrópumóti fullorðinna. Íshokkíleikmaðurinn Jóhann Már Leifsson var í fimmta sæti í kjörinu um íþróttakarl Akureyrar. Hjólreiðakonan Hafdís Sigurðardóttir var kjörin íþróttakona Akureyrar og Nökkvi Þeyr Þórisson íþróttakarl Akureyrar 2022.

U18 kvennalandslið Íslands hefur leik á HM í Búlgaríu á morgun

U18 kvennalandslið Íslands í íshokkí hefur á heimsmeistaramótinu í íshokkí í 2. deild á morgun en mótið fer fram í Sófíu í Búlgaríu. Fyrst i leikur liðsins er gegn Belgíu i á morgun fimmtudag kl. 14.30 á íslenskum tíma. Auk Íslands eru í riðlinum eru Belgía, Búlgaría, Eistland, Kazakstan og Nýja-Sjáland. Fylgjast má með dagskránni ásamt stöðu mótsins á heimsíðu alþjóða íshokkísambandsins.

Freydís Jóna keppir á Ólympíumóti Evrópsku æskunnar EYOWF 2023

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í Friuli Venexia Giulia á Ítalíu dagana 21. - 28. janúar nk. Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, skautari frá LSA, var valin sem fulltrúi Skautasambands Íslands á þessu móti og í fylgd með þjálfaranum sínum, Sergey Kulbach, mun keppa fyrir hönd Íslands.

Stórt barnamót um helgina

Það var mikið líf um helgina í Skautahöllinni þegar barnamót fór fram hjá íshokkídeild SA. Um 105 börn á aldirnum 5-10 ára tóku þátt í mótinu og þar af voru 60 börn frá SA.

HM U20 hefst í Laugardal í dag

HM U20 í 2. Deild b. hefst í dag í Laugardalnum í dag. Íslenska liðið mætir Serbíu í kvöld kl. 20:00 en miðasalan er hafin á Tix.is en leikurinn verður einnig sýndur beina á ÍHÍ TV. Auk Íslands eru í riðlinum eru Serbía, Mexíkó, Belgía, Kína og Kínverska Taipei en allir leikirnir eru leiknir í Laugardalnum í Reykjavík. Fylgjast má með dagskrá og tölfræðiupplýsingum mótsins hér.

Minningarorð um Jón Hansen

Í dag fylgdum við Jóni Hansen síðasta spölinn. Jónsi fæddist árið 1958 og lést á heimili sínu í Innbænum þann 25. desember s.l. Jónsi ól allan sinn aldur í Innbænum og kynntist því snemma skautaíþróttinni og Skautafélagi Akureyrar. Hann spilaði íshokkí frá unga aldri og keppti fyrir hönd félagsins fram á fullorðinsár. Hann var einnig mikill áhugamaður um krullu, var og einn af stofnendum krulludeildar félagsins og keppti á mótum bæði hér heima og erlendis. Jónsi var frá unga aldri duglegur að leggja félaginu lið og lagði mikla vinnu í uppbyggingu skautasvæðanna, bæði út við Hafnarstræti sem og við uppsetningu vélfrysta skautasvellins sem vígt var á núverandi stað við Krókeyri í byrjun árs 1988. Jónsi tók jafnframt mikinn þátt í undirbúningi við byggingu Skautahallarinnar sem og rekstri hennar fyrstu árin eftir opnun.

Frítt að æfa út janúar

Það er frítt fyrir byrjendur að æfa út janúar í bæði listhlaupi og íshokkí.

Jóhann Már og Aldís Kara íþróttafólk SA árið 2022

Jóhann Már Leifsson og Aldís Kara Bergsdóttir eru íþróttafólk SA árið 2022. Aldís var valin skautakona ársins hjá listhlaupadeild á dögunum og skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands árið 2022. Jóhann var einnig valin íshokkímaður íshokkídeildar SA árið 2022 sem og íshokkímaður ársins hjá Íshokkísambandi Íslands. Þau Jóhann og Aldís voru heiðruð í upphafi leiks SA og SR í Hertz-deild kvenna á laugardag.