05.12.2023
Jólasýning Listaskautadeildar SA er haldin á sunnudag 10. desember kl. 17:00. Sýningin í ár er hið klassíska verk um Hnotubrjóturinn sem er frábær sýning fyrir alla fjölskylduna. Miðasala á staðnum. Miðaverð fyrir 18 ára og eldri 1500kr. Fyrir 7-18 ára 1000kr. og frítt inn fyrir 6 ára og yngri.
05.12.2023
Alþjóða Íshokkísambandið hefur ákveðið að setja hálshlífaskyldu á allar keppnir á vegum IIHF. Í dag er slík regla í gildi á öllum mótum í U18 og U20 en hingað til hefur ekki verið skylda að vera með hálshlífar í fullorðinsflokkum. Ákvörðunin er tekin í kjölfar hörmulegs slyss sem varð í hokkíleik á Englandi á dögunum. Þessi nýja regla hefur ekki tekið gildi enn, en IIHF mun á næstu dögum tilkynna hvenær hún mun taka gildi og líklegt þykir að þetta verði staðfest fyrir allar keppnir ársins 2024.
04.12.2023
4. umferð í Akureyrarmótinu í kvöld
26.11.2023
Þá er Íslandsmóti/Íslandsmeistaramóti ÍSS 2023 lokið.
Skautararnir okkar stóðu sig allir með mikilli prýði og voru félaginu okkar til mikils sóma.
Í dag voru skautarar í Chicks Unisex hópnum fyrstir á ísinn. Þar áttum við einn skautara hana Ólöfu Marý. Hún skautaði prógrammið sitt með glæsibrag. Í hópnum Cubs Unisex áttum við líka einn keppanda hana Ronju Valgý. Hún skautaði prógrammið sitt mjög fallega og stóð sig mjög vel. Í þessum hópum er ekki raðað í sæti og fengu allir þátttakendur viðurkenningarpening og skjal í mótslok.
Þá var komið að keppni í Advanced Novice Girls þar sem Sædís Heba stóð efst eftir fyrri daginn. Hún skautaði prógrammið sitt mjög fallega og hnaukralaust og uppskar Íslandsmeistara titilinn fyrir afrekið.
Síðust á ísinn frá okkur var Freydís Jóna Jing í Junior women, sem skautaði frjálsa prógrammið sitt með krafti og skilaði skautunin henni öðru sæti í flokknum.
Við óskum keppendum, þjálfara og foreldrum innilega til hamingju með öll afrekin sem unnust um helgina.
20.11.2023
Greiðsluseðlar félagsgjalda eru nú komnir í heimabanka félagsmanna og þeirra sem eru tengdir félaginu á einn eða annan hátt. Félagsgjaldið er kr. 3.500 kr. en við vonumst til þess að þú kæri félagsmaður greiðir félagsgjaldið sem birtist í heimabanka þínum og leggir okkur lið við uppbyggingu félagsins. Ef þú ert ekki félagsmaður í dag en vilt fá greiðsluseðilinn þarft þú aðeins að senda póst á skautahollin@sasport.is og sækja um aðild og þá færð þú sendan greiðsluseðil í heimabankann þinn. Ef þú hefur ekki áhuga á að vera félagi þá er hægt að eyða henni en hún hverfur sjálfkrafa 1. mars.
16.11.2023
U18 stelpurnar okkar eru komnar heim af 4Nation.
Stelpurnar komu heim eldsnemma á þriðjudagsmorgun eftir langt ferðalag, þreyttar en sælar.
SA átti 10 fulltrúa af 19 í U18 landsliði stúlkna sem tók þátt í Fjögurra þjóða móti sem haldið var í Jaca á Spáni um s.l. helgi. Auk íslenska liðsins eru það heimamenn á Spáni, Bretar og Pólverjar sem eru þátttakendur í mótinu en þessar þjóðir gerðu með sér samkomulag um að halda mót fyrir U18 stúlkna landsliðin sín einu sinni í hverju þátttökulandi. Ísland hélt mótið árið 2021 í Laugardalnum í Reykjavík og lokaðist hringurinn núna með þessu móti á Spáni.
SA átti einnig fulltrúa í þjálfarateymi liðsins en Silvía Rán Björgvinsdóttir leikmaður mfl kvenna og þjálfari innan félagsins er önnur af aðstoðar þjálfurum liðsins.
03.11.2023
Helgina 27 - 28 október síðastliðinn hélt Skautahöllin í samstarfi við Listskautadeild Akureyrar Hrekkjavöku böll. Hrekkjavöku skautadiskóið var haldið í þriðja sinn, Uppselt hefur verið síðust ár á Hrekkjavöku skautadiskóið og færri komist sem vildu, því var ákveðið þetta árið af aðilum sem komu að böllunum að bæta við barna balli á laugardeginum. Böllin tókust mjög vel og allir virtust njóta sín.
25.10.2023
Hvað er að frétta af stelpunum okkar sem hafa horfið á vit hokkí ævintýranna undanfarið ?
Við ætlum að reyna ná tali af þeim einni af annari á næstu vikum og komast að því hvernig gengur í hinum stóra íshokkíheimi. Herborg Rut Geirsdóttir er ein af stelpunum okkar,
hún byrjaði skautaferilinn hjá okkur í SA, flutti ung að árum með fjölskyldunni til Noregs, æfði þar og í Svíþjóð, í Reykjavík, kom til okkar á heimaslóðirnar í fyrra en elti svo hokkídrauminn áfram til Svíþjóðar nú í haust.
20.10.2023
SA Víkingar taka á móti Fjölni í Hertz-deild karla í Skautahöllinni á Akureyri á laugardag. SA Víkingar hafa byrjað tímabilið vel og unnið fyrstu tvo leiki sína í deildinni. Fjölnir voru taplausir í venjulegum leiktíma þangað til þeir mætu Víkingum um síðustu helgi í fjörugum leik svo það má búast við hörkuleik á laugardag. Leikurinn hefst kl. 16:45. Forsala miða er hafin á Stubb en miðaverð er 1500 kr. og frítt inn fyrir 16 ára og yngri. Fyllum stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs!
19.10.2023
Árskortin á leiki í meistaraflokkum kvenna og karla eru í sölu en hér. Gildir á heimaleiki SA í Hertz-deildum karla og kvenna tímabilið 2023/24. Kortið veitir aðgang að félagssal SA klst fyrir leik og í leikhléum þegar félagssalurinn verður klár. Kortið gildir ekki í úrslitakeppni.