U16 stelpuhelgin, bikarmót í Egilshöll

Síðastliðna helgi skelltu sér suður í Egilshöll um 30 SA stelpur á aldrinum 10 - 16 ára, ásamt þjálfurum og fararstjórum og spiluðu hokkí við stelpur frá Fjölni og SR.

SA tefldi fram tveimur liðum, annars vegar spiluðu Ynjur í A riðli og Ásynjur í AA riðli en þar er einna helst aldur, reynsla og styrkleiki sem skilur á milli. Ynjur spiluðu við lið frá Fjölnir og Ásynjur gegn liði frá SR. Þetta er fjórða vorið sem U16 stelpuhelgin er haldin og er mótið spilað sem bikarmót en það er mikilvægt fyrir stelpur að fá þá reynslu að spila gegn stelpum því það er mikill munur á því og að spila með eða gegn strákum. Leikirnir voru spennandi og fór m.a. Í vítakeppni en svo fór að lið Fjölnis sigraði A riðil og SR AA riðil, óskum við þeim til hamingju með sigurinn.

Hér að neðan má sjá myndir af liðunum, Ynjum og Ásynjum ásamt þjálfurunum Maríu Guðrúnu og Ingu Rakel

SA Ynjur með þjálfurunum sínum Maríu og Ingu

SA Ásynjur með þjálfurunum sínum þeim Maríu og Ingu