Gimli Cup: Hreinn úrslitaleikur í lokaumferðinni

Mammútar eru efstir og ósigraðir eftir fjórar umferðir í Gimli Cup krullumótinu. Dollý er í öðru sæti. Þessi lið mætast í lokaumferðinni og sigurliðið vinnur mótið.

Guð hjálpi þeim er verða fyrir Jötnum á ferð

Ásgrímur Ágústsson, hirðljósmyndari og heiðursfélagi SA, færði okkur í dag myndir frá leik Jötna og SR sem fram fór á laugardaginn. Úr safninu bjó hann svo til skemmtilega seríu undir heitinu "Guð hjálpi þeim er verða fyrir Jötnum á ferð, leikur Jötna að SR". Hér er serían...

Magga Finns Bikarmót Krulludeildar

Ákveðið hefur verið að breyta um nafn á Bikarmóti Krulludeildar og heiðra þannig minningu fyrrum krullumanns og formanns SA, Magnúsar Einars Finnsonar.

Gimli Cup: 4. umferð í kvöld

Í kvöld, mánudagskvöldið 2. desember, fer fram 4. umferð Gimli Cup krullumótsins.

Íslandsmótið í listhlaupi: Fimm gullverðlaun til SA

Stelpurnar úr SA bættu við tvennum gullverðlaunum á seinni degi Íslandsmótsins í listhlaupi og koma því með fimm gullverðlaun heim af mótinu.

Kjör á krullumanni ársins

Eins og undanfarin ár gefst krullufólki kostur á að velja krullumann ársins úr sínum röðum.

Sigur(ðar)mark á síðustu mínútunni!

Aðra helgina í röð mega SR-ingar bíta í það súra epli að fara heim með tap á bakinu eftir að hafa fengið á sig mark á lokamínútunni. Í kvöld voru það Jötnar sem mættu SR og höfðu sigur, 4-3 í spennandi leik þar sem ýmislegt gekk á.