Gimli Cup: Hreinn úrslitaleikur í lokaumferðinni

Árni á einari... Mynd: HI
Árni á einari... Mynd: HI


Mammútar eru efstir og ósigraðir eftir fjórar umferðir í Gimli Cup krullumótinu. Dollý er í öðru sæti. Þessi lið mætast í lokaumferðinni og sigurliðið vinnur mótið.

Mammútar mættu Freyjum. Eftir góða byrjun og sex stiga forystu Mammúta náðu Freyjur að jafna í fimmtu umferðinni, en því svöruðu Mammútar með fimm stigum í næstu tveimur umferðum og gerðu þar með út um leikinn. Leikur Ice Hunt og Dollý var einnig jafn eftir fimm umferðir, en Dollý skoraði sjö stig í næstu tveimur umferðum og sigraði. Víkingar og Skytturnar áttust við í jöfnum leik, Víkingar komust yfir í byrjun en Skytturnar jöfnuðu og náðu forystunni. Víkingar unnu síðan þrjár síðustu umferðirnar og þar með leikinn.

Úrslit 4. umferðar:
Skytturnar - Víkingar 4-6
Mammútar - Freyjur 11-6
Ice Hunt - Dollý 3-10

Staðan:

Röð   Lið   Sigrar     Töp  
1. Mammútar  4 0
2. Dollý 3 1
3.  Ice Hunt 2 2
4.  Freyjur 2 2
5.  Víkingar 1 3
6.  Skytturnar 0 4

 

Í lokaumferðinni mætast tvö efstu liðin, Mammútar og Dollý. Ef Mammútar vinna fara þeir ósigraðir í gegnum annað mótið í röð þetta haustið. Ef Dollý vinnur leikinn enda liðin jöfn með fjóra vinninga, en Dollý vinnur þá mótið vegna sigurs í innbyrðis viðureign þessara liða. Það verður því hreinn úrslitaleikur á milli þessa liða mánudagskvöldið 9. desember.

Leikir 5. umferðar:
1. Dollý - Mammútar
2. Víkingar - Ice Hunt
3. Freyjur - Skytturnar

Öll úrslit og leikjadagskrá (excel-skjal).