Mammútar bikarmeistarar

Lið Mammúta fór ósigrað í gegnum þriðja mótið á þessu hausti og vann þar með Magga Finns Bikarmót Krulludeildar.

Úrslitaleikur Magga Finns Bikarmóts Krulludeildar

Í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. desember fer fram úrslitaleikur Bikarmóts Krulludeildar.

Jólasýning Listhlaupadeildar

Miðvikudaginn 18. desember verður Listhlaupadeildin með sína árlegu jólasýningu.

Víkingar sigruðu SR

Víkingar sóttu þrjú stig í Laugardalinn í kvöld þegar liðið heimsótti SR. Ben DiMarco skoraði tvö af fjórum mörkum Víkinga.

Jón Ingi og Rannveig krullufólk ársins

Jón Ingi Sigurðsson og Rannveig Jóhannsdóttir voru í kvöld heiðruð af Krulludeild SA sem krullufólk ársins 2013.

Mammútar og Freyjur í bikarúrslit

Undanúrslit Magga Finns Bikarmóts Krulludeildar fóru fram í kvöld. Mammútar sigruðu Garpa, Freyjur sigruðu Víkinga.

Undanúrslit Magga Finns Bikarmóts Krulludeildar

Í kvöld, mánudagsvköldið 16. desember, fara fram undanúrslit í Magga Finns Bikarmóti Krulludeildar. Jafnframt mun Krulludeildin heiðra krullufólk ársins úr okkar röðum og í lokinn verður haldinn óformlegur félagsfundur krullufólks til að ræða starfið framundan.

Öruggur sigur SA á SR

SA átti ekki í vandræðum SR þegar liðin mættust á Íslandsmótinu í íshokkí í gærkvöldi. SA sigraði með sjö marka mun. Diljá Sif Björgvinsdóttir skoraði fjögur markanna, þar af þrjú í þriðja leikhlutanum.

Siggi og Biggi í sviðsljósinu

Sigurður Freyr Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark þegar Jötnar sigruðu Fálka í gærkvöldi. Birgir bróðir hans fékk bara að spila fyrsta leikhlutann.

Átt þú verðmæti í óskilamunum?

Hrúga óskilamuna stækkar hratt. Hefur þú athugað hvort þú átt ef til vill verðmæti í hrúgunni? Við breiðum úr hrúgunni um helgina, en eftir áramótin verður farið með ósóttan fatnað í Rauða krossinn.