Jötnar-Fálkar // SA-SR

Laugardaginn 14. desember fara fram tveir hokkíleikir í Skautahöllinni á Akureyri. Fyrst eigast Jötnar og Fálkar við í mfl. karla kl. 16.30 og svo SA og SR í mfl. kvenna strax að þeim leik loknum, um eða upp úr kl. 19.

Magga Finns Bikarmót Krulludeildar: Mammútar áfram

Fyrsta umferð í Magga Finns Bikarmóti Krulludeildar fór fram í gær. Reynar aðeins einn leikur spilaður, því þátttökuliðin eru aðeins fimm.

Níu frá SA í æfingahópi U-18

Æfingabúðir U-18 landsliðsins í íshokkí verða í Reykjavík á milli jóla og nýárs. Níu leikmönnum frá SA hefur verið boðið að taka þátt.

SKAUTATÖSKUR OG BUXUR Í HÖLLINNI

Á laugardaginn 14 des. mili kl. 12 - 13 verð ég í skautahöllinni með töskur og buxur til sýnis og sölu. Töskurnar kosta 9000 kr. munstraðar og 8000 kr. einlitar. Töskurnar eru með sér hólfi fyrir skautana og stóru hólfi fyrir hjálminn og æfingarfötin. Einnig er hægt að hafa samband á allyhalla59@gmai.com - 8955804 Er ekki með posa.

Fréttir af 3. og 4. flokki

Yngri flokkarnir í íshokkí hafa æft á fullu og nýlega voru bæði 3. og 4. flokkur í eldlínunni í Íslandsmótinu. Hér eru síðbúnar fréttir af þessum flokkum.

Tvö frá SA valin íshokkífólk ársins af ÍHÍ

Þau Jónína Margrét Guðbartsdóttir og Ingvar Þór Jónsson hafa verið útnefnd sem íshokkifólk ársins 2013 af Íshokkísambandi Íslands.

Mammútar unnu Gimli Cup annað árið í röð

Lið Mammúta fór taplaust í gegnum annað mótið í röð og tryggði sér sigur í Gimli Cup annað árið í röð. Liðið er einnig Akureyrarmeistari 2013.

Gimli Cup: Lokaumferð

Í kvöld, mánudagskvöldið 9. desember, fer fram lokaumferðin í Gimli Cup krullumótinu.

Tveir leikir í 3. flokki í dag: SA - Björninn

Lið SA og Bjarnarins í 3. flokki eigast tvívegis við í Skautahöllinni á Akureyri í dag. Leikirnir eru í Íslandsmótinu í íshokkí, en SR mætir ekki með lið norður að þessu sinni.

Magga Finns Bikarmót Krulludeildar: Breyttir leikdagar

Vegna forfalla tókst ekki að spila leik 1. umferðar bikarmótsins í gærkvöldi eins og áætlað var. Í stað þess að viðkomandi lið þyrfti að gefa leikinn var því ákveðið að færa til leikdagana: