Mikilvægur sigur í höfn

Kvennalið SA vann mikilvægan 6:2 sigur á liði Reykjavíkur í fyrsta leik í úrslitarimmunni í kvöld. Þær voru þó langt frá því að spila sinn besta leik, en sigurinn engu að síður staðreynd og geta þær því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Egilshöll á fimmtudagskvöldið.

Úrslitakeppnin í Hertz-deild kvenna hefst annað kvöld

Úrslitakeppnin í Hertz-deild kvenna hefst annað kvöld, þriðjudaginn 4. febrúar þegar SA stúlkur mæta liði Reykjavíkur. Fyrsti leikur fer fram í Skautahöllinni á Akureyri og hefst leikurinn kl. 19.30. SA eru deildarmeistarar og unnu 8 af 10 viðureignum liðanna í vetur en leikirnir hafa verið jafnir og spennandi svo búast má við hörkuviðureignum. Liðið sem fyrr vinnur 2 leiki verður Íslandsmeistari en annar leikurinn verður spilaður í Reykjavík á fimmtudag og sá þriðji ef til kemur á Akureyri á sunnudag. Frítt er inn á leikinn - fyllum stúkuna og hvetjum okkar lið til sigurs!

SA Víkingar með sterkan heimasigur gegn SR

SA Víkingar unnu í kvöld 6-1 sigur á SR í Hertz-deild karla. Leikurinn var frábær skemmtun og nóg af tilþrifum. SA Víkingar náðu þar með 9 stiga forskoti í Hertz-deilinni á Björninn/Fjölnir en gerða að sama skapi út um vonir SR um að komast í úrslitakeppnina.

Frostmótið í íshokkí í Skautahöllinni um helgina (dagskrá)

Frostmótið er íshokkímót yngri aldursflokka og verður haldið hjá okkur um helgina. Yfir 180 keppendur eru skráðir til leiks og þetta er því eitt allra fjölmennasta barnamót sem haldið hefur verið í Skautahöllinni. Keppt er í fjórum aldurs flokkum; U12, U10, U8 og krílaflokki. Fyrsti leikur fer fram á föstudag og svo verður leikið frá laugardagsmorgni og fram að hádegi á sunnudag. Við hverjum hokkíunnendur til þess að mæta í stúkuna og sjá stjörnur framtíðarinnar. Dagskrá mótsins má finna hér.

SA Víkingar - SR laugardaginn 1. febrúar kl. 19:30

SA Víkingar eru sjóðheitir þessa daganna og taka á móti SR næstkomandi laugardag, 1. febrúar kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingar eru nú með 6 stiga forystu á toppi Hertz-deildarinnar og hafa unnið 8 af 9 leikjum sínum á tímabilinu. Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt fyrir 16. ára og yngri. Fyllum stúkuna og styðjum okkar lið til sigurs!

3. umferð Akureyrar- og bikarmóts

Úrslit bikarmótsins ráðast í kvöld

SA-stúlkur deildarmeistarar

Hertz-deild kvenna lauk í kvöld, sunnudagskvöld, þegar SA stúlkur tóku á móti liði Reykjavíkur. Þær höfðu töglin og hagldirnar í leiknum sem endaði með öruggum 8:2 fyrir SA, og fengu þær deildarbikarinn afhentan í lok leiks.

Stór hokkíhelgi í Skautahöllinni um helgina

Það er stór hokkíhelgi hjá okkur um helgina þar sem SA Víkingar, U16 og kvennalið SA spila öll leiki á heimavelli. SA Víkingar taka á móti Birninum í toppslag Hertz-deildarinnar laugardaginn 25. janúar kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingar og Björninn berjast nú á toppi deildarinnar en bæði lið eru með 18 stig. SA Víkingar tefla fram gríðarlega ungu og efnilegu liði í vetur þar sem allir leikmenn liðsins eru uppaldir í félaginu og þurfa nú nauðsynlega á stuðningi stúkunnar að halda. Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt fyrir 16. ára og yngri. Kl. 19.30 á laugardag hefst svo leikur í U16 en þá leika SA og Björninn en liðin eru nú jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Á sunnudag koma svo Reykjavíkur stúlkur í heimsókn og mæta SA kl. 16:45 en þetta er síðasti deildarleikur liðanna fyrir úrslitakeppnina sem hefst 4. febrúar. Það er frítt inn á leikinn. Njótið hokkíhelgarinnar!

U20 landsliðið íshokkí unnu gullið á HM í Búlgaríu

Íslenska U20 landsliðið í íshokkí unnu gullið á HM í III deild í gær þegar liðið lagði Ástralíu sannfærandi að velli 4-1 í úrslitaleiknum. Íslenska liðið var klárlega betra liðið á vellinum og baráttan og sigurviljinn greinilega meiri. SA drengirnir þeir Heiðar Gauti Jóhannsson, Heiðar Örn Kristveigarsson og Axel Orongan skoruðu mörk Íslands í úrslitaleiknum og var Axel stigahæsti leikmaður mótsins með 16 stig. Axel var í lok móts valinn bæði besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu og besti sóknarmaður mótsins. U-20 liðið fer upp um deild á næsta ári og spilar í deild IIA en það er í fyrst sinn síðan árið 2015. Glæsilegur árangur hjá þessu magnaða liði og ljóst að framtíðin er björt í íslensku íshokkí.

Hörkuleikur í borginni

SA-stúlkur lögðu land undir fót í dag og léku gegn Reykjavík í skautahöllinni í Laugardal. Einhver vandkvæði voru á útsendingu á leiknum og byrjaði útsending ekki fyrr en annar leikhluti var byrjaður þannig að við sem heima sátum misstum af hluta leiksins. Þetta hefði átt að vera síðasti leikur deildarinnar en vegna veðurs var fyrri leiknum í tvíhöfða sem átti að vera um síðustu helgi frestað til næstu helgar, og seinni leikinn gáfu Reykjavíkurstúlkur. SA var því með 19 stig fyrir leikinn í kvöld en Reykjavík 5.