Aðalfundur Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 28. maí kl. 20.00

Boðað er til aðalfundar Skautafélags Akureyrar fimmtudaginn 28. maí kl. 20.00 í kaffiteríunni í íþróttahöllinni. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta en allir skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri hafa atkvæðisrétt, málfrelsi, tillögurétt og kjörgengi til stjórnarstarfa á aðalfundi félagsins

Aðalfundur Listhlaupadeildar

Aðalfundur Listhlaupadeildar Skautafélags Akureyrar/LSA 2020 Verður haldinn þriðjudaginn 26. maí nk. kl. 20.00 í fundarherbergi skautahallarinnar.

Aðalfundur hokkídeildar

Aðalfundur hokkídeildar verður haldinn í Skautahöllinni mánudaginn 25. maí kl. 20:00 Fundarefni; venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnin.

Aðalfundur Krulludeildar SA

Mánudaginn 25. maí kl.18:15

Æfingar hefjast hjá leik- og grunnskólabörnum 4. maí

Æfingar leik- og grunnskólabarna hefjast hjá Skautafélaginu 4. maí án takmarkanna. Áfram eru takmarkanir á þáttöku fullorðinna og því verða engir almenningstímar eða æfingar fyrir fullorðna nema innan þeirra takmarkanna sem eru í gildi. Sömu húsreglur og settar voru í upphafi samkomubannsins eru í gildi. Foreldrar geta komið með börn sína á æfingar en skulu takmarka komu viðveru sína í Skautahöllinni og halda tveggja metra nándarreglu. Þá eru allir foreldrar og iðkenndur hvattir til þess að halda uppteknum hætti í hreinlæti, handvþotti og notkun handspritts. Starfsmannarými verður áfram lokað fyrir umgengni annarra en starfsfólks hússins. Frekari leiðbeiningar verða sendar beint til iðkennda af þjálfurum.

Æfingar fara ekki af stað 23. mars eins og vonast var til

Þær æfingar sem fyrirhugaðar voru í næstu viku munu ekki ná fram að ganga eins og vonast var eftir. Hér að neðan er yfirlýsing frá ÍSÍ.

Fjöldatakmarkanir á almenningstíma um helgina

Það verður opið fyrir almenning í Skautahöllinni laugardag og sunnudag kl. 13-16. Sjoppan verður lokuð og engin vörusala og við mælumst til þess að fólk nýti sér rafrænar greiðslur í miðasölu.

Æfingar leik og grunnskólabarna falla niður til 23. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga. Með vísan til 2. mgr. 12. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997 hefur heilbrigðisráðherra ákveðið, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, og í samráði við ríkisstjórnina að setja á tímabundna takmörkun á samkomum. Markmið takmörkunarinnar er að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins.

Íslandsmótið í krullu 2020

Íslandsmótið hófst á mánudaginn með tveimur leikjum.

Ice Cup 2020 - aflýst

Ekkert verður af alþjóða krullumótinu Icecup