Stór hokkíhelgi í Skautahöllinni um helgina

Það er stór hokkíhelgi hjá okkur um helgina þar sem SA Víkingar, U16 og kvennalið SA spila öll leiki á heimavelli. SA Víkingar taka á móti Birninum í toppslag Hertz-deildarinnar laugardaginn 25. janúar kl. 16:45 í Skautahöllinni á Akureyri. Víkingar og Björninn berjast nú á toppi deildarinnar en bæði lið eru með 18 stig. SA Víkingar tefla fram gríðarlega ungu og efnilegu liði í vetur þar sem allir leikmenn liðsins eru uppaldir í félaginu og þurfa nú nauðsynlega á stuðningi stúkunnar að halda. Aðgangseyrir 1000 kr. og frítt fyrir 16. ára og yngri. Kl. 19.30 á laugardag hefst svo leikur í U16 en þá leika SA og Björninn en liðin eru nú jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Á sunnudag koma svo Reykjavíkur stúlkur í heimsókn og mæta SA kl. 16:45 en þetta er síðasti deildarleikur liðanna fyrir úrslitakeppnina sem hefst 4. febrúar. Það er frítt inn á leikinn. Njótið hokkíhelgarinnar!