Ferðin suður og fyrri keppnisdagur gengu mjög vel hjá 3.og 4. hópi. Fararstjórar segja börnin skemmta sér stór vel og styðji hvert annað dyggilega.Þar að auki skiluðu þrjú verðlaun sér í hús á fyrsta keppnisdegi. Sjá nánar hér.
Helgina 22.-23. nóvember nk. verður Kristalsmót C flokka haldið í Egilshöll. SA sendir stóran hóp keppenda á þetta mót. Hérmá nálgast tímatöflu mótsins.
Fyrir stundu lauk leik SA og SR hér í Skautahöllinni á Akureyri með sigri heimamanna 6 – 3. SA náði undirtökunum snemma í leiknum og hélt þeim til leiksloka og var þar fyrst og fremst fyrir að þakka skilvirkum leik í power play hjá 1. línu liðsins en öll mörkin að einu undanskildu komu þegar SA var einum leikmanni fleiri á ísnum.