Evrópumótið

Dönsku vinkonurnar okkar fengu brons á EM. Hársbreidd frá úrslitaleik.  

Einstaklingsmótið

Reglur og staða.  

Einstaklingsmótið hafið

Góð mæting var á fyrsta leikkvöldi í einstaklingsmótinu.

JÓLA-Æfingatafla frá Söru í tengli hér til vinstri

Vantar Edea skauta nr. 235-240

Mig vantar notaða Edea skauta í stærð 235-240. Ef einhver á vel með farna skauta í þessum númerum hafið endilega samband við Grétu (mömmu Elísu í 3. hóp) í síma: 8664200.

Morgunæfingar hjá 5.6.7. hóp

Við munum gera stutta pásu á morgunæfingunum á fimmtudagsmorgnum þar til eftir áramót. Við látum vita þegar þær byrja aftur.

Krullumaður/kona ársins

Óskað er eftir tilnefningum um krullumann/konu ársins 2008. Senda skal tilnefningar á netfangið hallgrimur@isl.is  sem allra fyrst.

 

Byrjendur og fleiri !

Fyrir þá sem eiga eftir að greiða æfingargjöld eða vilja spyrja út í æfingagjöldin, þá mun Ollý gjaldkeri og formaður Hokkídeildar SA verða inn í skautahöll á fimmtudaginn 11 desember milli 16 og 17 á æfingatíma byrjenda.  Hún mun taka við greiðslum og svara spurningum.

Point Dansstúdíó í fríi

Það er komið jólafrí hjá Point. Auglýsum tíma eftir áramót síðar.

Evrópumeistaramótið í krullu

Þessa dagana stendur evrópumeistaramótið í krullu yfir í Örnsköldsvik í Svíþjóð.  Hérna má fara á síðu mótsins og hérna er linkur á Eurosport vefsjónvarp þar sem hægt er að horfa á leiki í tölvu ef menn vilja, en þann aðgang þarf að greiða fyrir tæpar 5 evrur sem áskrift í einn mánuð.