09.03.2021
Íslandsmótið í Krullu hefst mánudaginn 15.mars.
08.03.2021
Kvennalið SA tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Hertz-deildinni nú um helgina þegar liðið lagið SR tvívegis að velli í Laugardalnum. SA vann leikina nokkuð sannfærandi 12-0 þann fyrri og 9-0 þann seinni. Liðið tryggði sér einnig heimaleikjaréttinn í úrslitakepninni sem leikinn verður í maí. SA hefur farið taplaust í gegnum tímabilið það sem af er og unnið alla 7 leiki sína. Við óskum liðinu okkar til hamingju með deildarmeistaratitilinn.
27.02.2021
SA Víkingar töpuðu fyrir Fjölni í seinni leik tvíhöfða-helgar í Hertz-deild karla í kvöld – lokatölur 2-4. Fyrsta tap SA Víkinga á tímabilinu staðreynd og liðin skilja því jöfn eftir helgina en SA Víkingar eru en á toppi deildarinnar með 18 stig og Fjölnir í öðru sæti með 9 stig og einn leik til góða á Víkinga.
26.02.2021
SA Víkingar unnu stórsigur, 8-2 á Fjölni í Hertz-deild karla í kvöld. Leikurinn var fyrri leikur tvíhöfða-helgar en SA Víkingar taka aftur á móti Fjölni annað kvöld í Skautahöllinni á Akureyri. Alex Máni Sveinsson átti flottann leik og skoraði þrennu í leiknum.
25.02.2021
SA Víkingar taka á móti Fjölni á föstudagskvöld kl. 19:30 í Skautahöllinni á Akureyri. SA Víkingar hafa spilar reglulega vel það sem af er tímabili og eru efstir í Hertz-deildinni með fimm sigra úr jafn mörgum leikjum. Búið að aflétta áhorfendabanni og getum við tekið við um 100 áhorfendum fæddum fyrir 2005
15.02.2021
SA stúlkur lögðu Fjölni tvívegis um helgina í Hertz-deild kvenna, 9-0 á laugardag og svo 17-0 á sunnudag. SA er því komið með yfirburða stöðu í deildarkeppninni með 15 stig eftir 5 leiki spilaða en Fjölnir er í öðru sæti með 3 stig en eiga einn leik til góða.
12.02.2021
Tveir leikir fara fram á Akureyri um helgina í Hertz-deild kvenna þegar Fjölnir sækir okkar stúlkur heim í tvíhöfða. Leikirnir eru á laugardag kl. 17.45 og sunnudag kl. 9.00. Liðin mætust síðast í Egilshöll í september en þá sigraði SA með 5 mörkum gegn 3. Það er áhorfendabann á leikina en þeim verður báðum streymt í beinni útseningu á ÍHÍ-TV.
01.02.2021
SA hokkí liðin unnu sigra í öllum leikjum helgarinnar en keppt var í Hertz-deildum kvenna og karla ásamt U-18. Kvennalið SA vann stórsigra á nýliðum SR í tvíhöfða á Akureyri 17-2 og 19-0. SA Víkingar unnu 5-1 sigur á Fjölni í Egilshöll á laugardag og U18 lið SA vann 6-3 sigur á Fjölni á föstudagskvöld.
01.02.2021
Íslandsmet og persónulegmet féllu um helgina
01.02.2021
Listhlaupadeild Skautafélags Akureyar tryggði sér þrjú gullverðlaun og 3 Íslandsmeistaratitla á seinni keppnisdegi skautamóts Reykjavíkurleikanna. Freydís Jóna vann gull í Advanced Novice flokk og Sædís Heba Guðmundsdóttir varð í öðru sæti. Júlía Rós setti persónulegt met í Junior flokki með 128.37 stig og Aldís Kara setti Íslandsmet í Senior flokki með 123.44 stig.