Tvíhöfði í Hertz-deild kvenna á Akureyri um helgina

SA hefur leik í Hertz-deild kvenna nú um helgina eftir Covid hlé með tveimur leikjum gegn SR. Sá fyrsti fer fram á laugardag kl. 17.45 og sá síðari á sunnudag kl. 9.00. Strangt áhorfendabann er á leikina en leikjunum verður streymt í beinni á SA TV sem má finna hér vinstra megin í valmyndinni.

Keppni á Reykjavíkurleikunum í listhlaupi 2021 hefjast í dag

Keppni á Reykjavíkurleikunum í listhlaupi 2021 hefjast í dag. Eins og fram kemur á síðu skautasambandsins þá verða samhliða afhentir Íslandsmeistaratitlar ársins 2020. Þetta var ákveðið af stjórn í ljósi þess að Íslandsmóti ÍSS, sem átti að fara fram í nóvember sl., var aflýst sökum æfinga og keppnisbanns sem hafði verið um land allt. Því verður verðlaunaafhending tvöföld.

Ísold Fönn með fyrstu stökksamsetninguna með tveimur þreföldum stökkum

Ísold Fönn Vilhjálmsdóttir hefur um árabil búið og skautað erlendis. Hún hefur síðasta árið búið í Champéry í Sviss og æft þar undir leiðsögn Stéphane Lambiel sem sjálfur er tvöfaldur heimsmeistari og silfurverðlaunahafi á Ólympíuleikum.

Aldís Kara Bergsdóttir íþróttakona Akureyrar annað árið í röð.

Aldís Kara Bergsdóttir er íþróttakona Akureyrar árið 2020. Þetta er annað árið í röð sem Aldís er kjörin besta íþróttakona Akureyar. Aldís setti stigamet íslenskra skautara á Norðurlandamóti á árinu og tryggði sér sæti á heimsmeistaramóti unglinga og varð þar með fyrsti íslenski skautarinn sem nær þeim árangri. Aldís tók svo þátt í heimsmeistaratmóinu sem fram fór í Tallinn og stóð sig frábærlega og náði 35. sæti af 48. keppendum.

Aldís Kara Bergsdóttir og Ingvar Þór Jónsson íþróttafólk SA 2020

Aldís Kara Bergsdóttir og Ingvar Þór Jónsson voru í gærkvöld heiðruð sem íþróttakona og íþróttakarl SA fyrir árið 2020. Aldís Kara var valin bæði skautakona listhlaupadeildar á dögunum sem og skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands. Ingvar Þór var valinn íshokkímaður íshokkídeildar SA fyrir árið 2020. Þau eru tilnefnd af Skautafélaginu til íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2020 en kjörið fer fram í dag 20. janúar kl. 17.30 í Hofi. Síðustu ár hefur öllum bæjarbúum er boðið í hófið en vegna sóttvarnarreglna er hófið eingöngu fyrir boðsgesti í þetta skiptið. Hér er hægt að sjá tilnefnínar tíu efstu í kjörinu en þau Aldís og Ingvar eru bæði á þeim lista. Við óskum Aldísi og Ingvari hjartanlega til hamingju með þessa nafnbót.

Hvalreki fyrir Skautafélag Akureyrar

Búið er að ganga frá félagaskiptum fyrir fjóra unga leikmenn sem uppaldir eru í SA en snúa nú heim frá félagsliðum í Svþjóð og ætla að taka slaginn með Skautafélagi Akureyrar í vetur. Þetta eru Axel Orongan, Gunnar Aðalgeirsson, Unnar Hafberg Rúnarson og Berglind Leifsdóttir. Þetta er vissulega mikill hvalreki fyrir SA enda öll mjög efnilegir íshokkíleikmenn.

Sarah Smiley og Ingvar Þór Jónsson íshokkífólk SA árið 2020

Sarah Smiley og Ingvar Þór Jónsson hafa verið valin íshokkíkona og íshokkíkarl SA fyrir árið 2020.

Jólasýning LSA 2020

Jólasýning LSA fer fram sunnudaginn 20. desember kl 15. Sýningunni verður streymt frá rás SA TV.

Aldís Kara Bergsdóttir er skautakona ársins íSS árið 2020

Skautasamband Íslands hefur valið Aldísi Köru Bergsdóttur sem skautakonu ársins 2020. Aldís Kara æfir með Skautafélagi Akureyrar undir leiðsögn Darja Zajcenko. Þetta er í annað sinn sem hún hlýtur tilnefningu til skautakonu ársins, síðast árið 2019.

Sunna og Jóhann íshokkífólk ársins 2020 á Íslandi

Íshokkísamband Íslands hefur valið þau Sunnu Björgvinsdóttur og Jóhann Má Leifsson íshokkífólk ársins 2020 á Íslandi.