Kvennaflokkur SA - Björninn 2 - 4

Bjarnarkonur áttu ágætan leik gegn SA og sigruðu með 4 mörkum gegn 2 SA stúlkna. Mörk SA Vigga 1/0, Sarah 1/0 og Hrund 0/1, refsimínútur 2.  Mörk Bjarnarins  Flosrún 2/0, Ingibjörg 1/0, Kristín 1/0, Hrafnhildur 0/1 og Hanna 0/1, refsimínútur 4. 

Ævar í nýju hlutverki

Í leik 2. flokks í gær var í vörninni hjá SR leikmaður sem við höfum vanist að sjá á milli stanganna hingað til, en það var Ævar Björnsson, aðalmarkvörður SR.  Ævar kom satt best að segja á óvart í þessu nýja hlutverki og var með ferskari mönnum SR-inga.  Reyndar átti hann erfitt með að halda sig langt markinu og a.m.k. einu sinni var hann kominn fyrir aftan markmanninn og varði þar eitt eða tvö skot. 

SA - SR 2.flokkur

Rétt fyrir leik fréttist frá ÍHÍ að útsendingin er biluð svo hér er smá uppl um leikinn. Leikurinn er hafinn búnar 3,43 og SA skorar fyrsta markið 2 fleiri. SA sækir stíft manni fleiri. Dómari er Rúnar Rúnarsson og línudómarar lenni og dúi. liðnar 8 mín og staðan 2 - 0. Andri Freyr var að skora. Orri skoraði mark no. 1 stoð nr:12 og 20. Staðan 3 - 0 Hilmar skorar stoð nr:17 klukkan 11,43,   16,37 SR missir mann í boxið. SR orðnir 5 aftur.  Fyrsta lota búin og staðan 3 - 1 SR nr:23 Hjörtur skoraði stoð 22 þegar 3 sek voru eftir af lotunni.  2. leikhluti að byrja.  4,08 SR missir mann í box.  SR orðnir 5. SR fær víti.  Einar ver vítið.  SA missir mann í box. SA orðnir 5. tími 13,50.  16,12  staðan 3 - 2 SR nr:22 Andri var að skora.  þriðja lota að byrja og SA 4 á ísnum.  SA orðnir 5.  SR missir mann í box. 5,22  7,10 SA missir mann í box.  SR orðnir 5.  SA orðnir 5.  9,55  Þórir skorar  stoð nr:22 staðan 4 - 2.  SR missir mann í box.  12,44.  Andri Freyr skorar fyrir SA stoð nr:10 og 13 staðan 5  -  2.  14,02    15,10  Andri skorar aftur  staðan 6 - 2.   16,40  SA missir mann í box.  17,30  SA missir annann í box.  SA orðnir 4.  SA orðnir 5.  19,34..  Leiknum er lokið  6 - 2.   Góóóðir SA ........... 

Fjör í Höllinni í kvöld og annaðkvöld

Í kvöld kl. 22.00 mætast í 2.flokki lið SA og SR og hægt er að lofa hörkuleik því annarsflokks leikirnir eru sko alls ekkert "annarsflokks" heldur er þar oft mikill hraði og leikgleði í fyrirrúmi svo nú er skorað á alla að mæta og hvetja sitt lið.  Annaðkvöld er svo leikur í kvennaflokki á milli SAsenior og Bjarnarins kl. 17.30 en það fyrrnefnda laut í gras fyrir því síðarnefnda um síðustu helgi Í Egilshöll svo víst er að hart verður barist til að jafna metin, sem sagt skyldumæting fyrir alla.   ÁFRAM SA .............

Nike bauer æfingagallar og TPS vetrarflíkur!

Vegna fjölda fyrirspurna þá ætlum við að framlengja mátun á göllum og útifatnaði.
Því bjóðum við  fólki stóru og smáu að panta galla hjá okkur núna á sunnudag og aftur á þriðjudag.
Við verðum í fundarherbergi Skautahallarinnar sunnudaginn 8 nóv frá kl 11-12:30 og síðan á þriðjudaginn 10 nóv frá kl 17-19
gallar_120 stærri mynd #

PAPPÍRS PENINGUR

Halló þeir sem fengu pappír í október endilega skilið til mín peningum sem fyrst eða fyrir 12 nóvember.

kv. Allý

3-4-5 flokku breyting á laugardag 7 nóv

Breyttur æfingartími núna á laugardaginn 7 nóv. Það verður spilað á þessum æfingum og því er mjög mikilvægt að allir mæti ! 
5 flokkur mætir á æfingu frá 11:10-12:00
3 og 4 flokkur mæta á æfingu frá 12:00-12:50 

20 ára afmæli listhlaups sem keppnisíþróttar

Það var þann 25. nóvember árið 1989 sem Skautafélag Akureyrar stóð fyrir fyrstu keppninni í listhlaupi hér á landi.  Það sama ár hafði listhlaupadeild verið í fyrsta skiptið úthlutað einum föstum æfingatíma á viku fyrir tilstuðlan nýs formanns deildarinnar Drífu Björk Dalmannsdóttur.  Það var þó ekki fyrr en 3 árum síðar, árið 1992, sem fyrsta Íslandsmótið var haldið en það fór fram á hinu nýja vélfrysta útisvelli í Laugardalnum í Reykjavík.

Saga listhlaupsins er þó miklu eldri hér á landi en hana má rekja allt aftur til þriðja áratugarins þegar fór menn tóku að leika ýmsar kúnstir á skautum á pollinum og leirunum.  Fremstur í flokki, að öðrum ólöstuðum, var Ágúst Ásgrímsson sem sjá má á meðfylgjandi mynd.  Gústi var einn af stofnendum félagsins árið 1937 og er hann fyrirmyndin á merki félagins okkar.

Æfing hjá Hóffu í Laugagötu!

 

Ath. engin æfing verður hjá Hóffu á þriðjudaginn af óviðráðanlegum orsökum.

Hittumst á þriðjudaginn eftir viku. ;o)

kv. Hóffa

Afmæli Skautahallarinnar

Núna í desember verða liðin 10 ár frá því skautahöllin á Akureyri var tekin í notkun.  Það var á aðfangadag árið 1999 sem fyrstu menn mættu á ísinn en þar voru á ferðinni hokkímenn sem héldu í sína árlegu hefð að spila svokallað jólahokkí.  Skautahöllin var þó ekki formlega vígð fyrr í 25. mars 2000 þegar forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson vígði höllina með pompi og prakt, en vígslan var hluti af hátíðardagskrá Vetraríþróttahátíðar árið 2000.

 

Það voru mikil stakkaskipti fyrir norðlensk skautafólk og krulluspilara að fá loksins þak yfir höfuðið.  Íþróttir félagsins höfðu verið háðar duttlungum veðurguðanna allt of lengi og með árunum og hlýnandi loftslagi var nánast orðið ómögulegt að halda úti svelli undir berum himni.  Við höfðum þó notið þess að vera með vélfryst svell síðan í janúar árið 1988, sem á þeim tíma var mikil bylting fyrir okkur og segja má að við höfum barist hetjulega við veðrið í gegnum árin.  Það má leiða líkum að því að við hefðum ekki getað haldið áfram starfsemi félagsins hefði Skautahöllin ekki komið til.  Síðasti veturinn okkar án hússins var mjög erfiður og þau voru mörg skiptin sem þurfti að byggja ísinn aftur upp frá grunni.

Á þessum 10 árum hefur starfsemi félagsins blómstrað.  Mikil og fjölbreytt starfsemi fer fram í húsinu og auk íþróttanna þriggja, krullu, listhlaups og íshokkí eru þar opnir tímar fyrir almenning 5 daga vikunnar.  

Meðfylgjandi mynd er af útisvellinu góða sem við notuðum frá því í janúar 1988 og fram til vorsins 1999.  Fyrir þá sem ekki vita, er Skautahöllin byggð yfir gamla svellið á Krókeyri.  Það var Sigurgeir Haraldsson sem tók myndina.