Sigur og tap í gærkvöldi fyrir sunnan
Í gærkvöldi fóru fram tveir leiki í Egilshöllinni þegar meistaraflokkar karla og kvenna Bjarnarins og SA tókust á. Karlaflokkurinn reið á vaðið og fór mikinn strax í upphafi leiks og náði fljótt 5 marka forystu og voru í þægilegri 5 – 0 stöðu eftir 1. lotu. Leikurinn jafnaðist í framhaldinu en ekkert mark var skoraði í 2. lotu og í 3. lotu settu bæði lið tvö mörk. Lokastaðan 7 – 2 SA í vil og nokkuð auðveldur sigur í höfn. Mörk SA skorðu Steinar Grettisson með hat-trick, Orri Blöndal með 2, Ingvar Jónsson 1 og Helgi Gunnlaugsson 1.