Sigur og tap í gærkvöldi fyrir sunnan

Í gærkvöldi fóru fram tveir leiki í Egilshöllinni þegar meistaraflokkar karla og kvenna Bjarnarins og SA tókust á.  Karlaflokkurinn reið á vaðið og fór mikinn strax í upphafi leiks og náði fljótt 5 marka forystu og voru í þægilegri 5 – 0 stöðu eftir 1. lotu.  Leikurinn jafnaðist í framhaldinu en ekkert mark var skoraði í 2. lotu og í 3. lotu settu bæði lið tvö mörk.  Lokastaðan 7 – 2 SA í vil og nokkuð auðveldur sigur í höfn.   Mörk SA skorðu Steinar Grettisson með hat-trick, Orri Blöndal með 2, Ingvar Jónsson 1 og Helgi Gunnlaugsson 1.

Tveir leikir í Egilshöll í kvöld

Í þessum töluðu orðum eru Mfl. SA og SAsenior liðin á suðurleið í rútu til fundar við Bjarnarmenn og konur. Fyrri leikurinn verður kl. 16.30 og kvennaleikurinn svo strax á eftir. Vonandi verður Bein netlýsing frá vef ÍHÍ.   Víst er að hart verður barist því Bjarnarmenn eru eflaust staðráðnir í að "komast á blað" en SA Víkingar hyggjast bíta í skjaldarrendur og hafa sigur þó skörð séu í liðinu þar sem þjálfari liðsins og varnarmaður er fjarri góðu gamni, Jón Gísla er enn ekki farinn að spila en mun þjálfa og stjórna liðinu í fjarveru Josh, Gunnar Darri er enn frá vegna handarbrots, Rúnar er ekki í hlutverki Víkings í kvöld heldur tók á sig gerfi Rúnars EFF og spilar bara á gítar og Siggi Sig. er heima upptekinn við að fjölga framtíðar leikmönnum SA. ( ekki er ráð nema í tíma sé tekið ).   Sem sagt hörku skemmtan seinnipartinn í dag og ekkert gefið eftir.              ÁFRAM.SA............................

KERTASALA

Halló, kertin sem við munum taka eru sömu og í fyrra 2 saman í pk. og eru 14 pk. í kassa, en ekki þau sem ég var búin að gefa upp. Það eru ekki margir búnir að láta vita en allir krakkar sem eru að æfa og keppa í A,B og C hópum geta selt kertin og safnað upp í skautaæfingabúðirnar sem verða í sumar eða í keppnisferðir  nú ef þú hættir að æfa þá færðu peninginn þinn greiddan út. Endilega sendið mér mail sem fyrst svo að hægt sé að fara að panta þau og byrja að selja. Þetta eru hvít tólgarkerti og brenna vel.

kv. Allý - allyha@simnet.is

Gallar verða afhentir á fimmtudag 29 okt

Loksins eru allir gallar komnir á svæðið! 

Komutími 5., 6. og 7.flokks

Áætlaður komutími að Skautahöllinni er kl.19:00.

SKAUTABUXUR FYRIR JÓLIN

Nú eru skautabuxurnar komnar og pantanir óskast strax, þetta verður jafnvel síðasta pöntun fyrir jól og er þetta tilvalin jólagjöf í skautabarnsins.. Edilega pantið núna.

kv. Allý- allyha@simnet.is

Minni á kerta söluna sem við ætlum að fara í um mánaðarmótin....

Björninn - SA 2.fl. í gærkvöldi -- úrslit

Fámennt lið SA drengja laut í lægra haldi fyrir Bjarnar drengjum í gærkvöldi með 5 mörkum gegn 1.  Engar fréttir hafa borist okkur af afrekum yngstu barnanna þ.e. 5., 6. og 7.flokks en þau lögðu á föstudaginn leið sína til Reykjavíkur á fyrsta barnamót vetrarins sem haldið er að þessu sinni í Laugardalnum. Þessi frétt birtist á SRvefnum í gær. Þau eru svo væntanleg heim í dag um kvöldmatarleitið. Við vonum að þau hafi skemmt sér hið besta og nánari komutími verður settur inn á vefinn þegar hann liggur fyrir.

KERTA SALA

Halló, nú er að koma að fjáröflun hjá listhlaupa krökkum og í tilefni þess að jólin nálgast þá hef ég hugsað mér að við gætum selt útikerti,, þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í að selja þau endilega sendið mér mail. Kertin eru 36 stk. í kassa og gott væri ef heill eða hálfur kassi er tekinn hvort sem það verða ein, tvær eða fleiri saman með kassa. Ágóðann á sú/ sá sem selur, þetta fer ekki í sameiginlegan pott.  Ef þú vilt selja kerti sendu mér mail og láttu vita hversu mörg kert þú vilt fá. Þetta skulum við gera bara strax um mánaðarmótin þ.e. í byrjum nóvember.

 kv. Allý - allyha@simnet.is

Meiri fréttir af göllumm!

Lítur út fyrir að við getum afhent báðar tegundir af göllum á fimmtudag. 
Það eina sem kemur ekki alveg strax eru Nike bauer gallar í stærð 130.

Nú eru gallarnir komnir !